2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Biður fólk um að virða „leikreglur“

Húsvíkingar eru beðnir um að taka ekki ljósmyndir af tökustöðum og leikurum á meðan tökur á Euruvision-mynd Will Ferrell standa yfir í bænum.

 

Tökur á nokkrum atriðum fyrir Eurovision-kvikmynd Will Ferrell fara fram á Húsavík dagana 11. til 14. október. Um 250 manns munu leggja leið sína til Húsavíkur vegna gerð myndarinnar. Að því tilefni birtir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, tilkynningu á vef Húsavíkur.

Í tilkynningunni hvetur Kritsján Húsvíkinga til að virða þær reglur sem eru settar í kringum gerð stórra kvikmynda.

„Spennan fyrir upptöku kvikmyndarinnar á Húsavík hefur magnast undanfarnar vikur og er það mjög skiljanlegt að fólk sé bæði spennt og forvitið um myndina,“ skrifar Kristján meðal annars.

AUGLÝSING


„Þegar stór kvikmyndaverkefni eins og þessi eru unnin er sömuleiðis nauðsynlegt að allir sýni þeim mikilvægu leikreglum sem gilda á og við upptökustaðina skilning,“ skrifar hann einnig í tilkynningunni fyrir ofan þær reglur sem hann biður Húsvíkinga um að virða á meðan á tökum stendur.

Reglurnar sem um ræður líta svona út:

  • Að alls engar myndir af kvikmyndatökustöðunum, leikurum og öðru á tökustað verði teknar og birtar á samfélagsmiðlum.
  • Að engum drónum verði flogið yfir/nálægt kvikmyndatökustaði á meðan upptökum stendur.
  • Að íbúar sýni því skilning og umburðarlyndi að komið gæti til tímabundinna lokana á götum í bænum á meðan upptökum stendur.

Tilkynninguna má lesa í heild sinni hérna: Tilkynning til íbúa vegna kvikmyndaverkefnis

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum