Getur ekki beðið eftir að fá nýja ljósalampa á Vökudeildina

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Aðstoðardeildarstjóri Vökudeildar Barnaspítala Hringsins getur ekki beðið eftir að nýir ljósalampar verði keyptir á deildina. Gömlu lamparnir eru 20 ára gamlir og fyrirferðamiklir.

 

Sigríður María Atladóttir, aðstoðardeildarstjóri á Vökudeild, ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst. Hún hleypur fyrir Barnaspítalasjóð Hringsins en markmiðið er að kaupa nýja ljósalampa fyrir nýbura fyrir söfnunarféð.

„Þetta eru ljósalampar sem nýtast við meðferð á nýburagulu,“ segir Sigríður María.

„Ég er sjálf kjánalega spennt fyrir nýjum lömpunum.“

Hún segir lampana sem núna séu í notkun á Vökudeild vera komna til ára sinna en þeir eru um 20 ára gamlir. „Ég er sjálf kjánalega spennt fyrir nýjum lömpunum. Það er kúnst að koma þessum gömlu lömpum fyrir í kringum þann búnað sem fylgir umhverfinu á Vökudeildinni. Þeir eru stórir og fyrirferðamiklir. Einn nettur lampi getur komið í stað þriggja stórra því stundum þarf að koma 3-4 ljósgjöfum fyrir í kringum barnið. Þetta verður því ótrúlega mikil bót í okkar starfsumhverfi. Þetta mun létta mikið á bæði fyrir okkur sem störfum hérna en ekki síst fyrir foreldrana sem munu komast nær barninu sínu í ljósameðferð.“

Þess má geta að úr Barnaspítalasjóði Hringsins eru árlega veittir styrkir til að bæta aðbúnað barna sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Eitt af aðalverkefnum sjóðsins síðustu ár hefur verið að styrkja Vökudeildina svo aðbúnaður þar sé sá allra besti sem völ er á fyrir þau börn og foreldra sem þurfa að nýta þjónustu Vökudeildar.

Hægt er að leggja Sigríði lið hérna

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Segir aukna eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu vegna COVID-19

Fram­kvæmda­stjóri fjar­geðheil­brigðisþjón­ust­unn­ar Minn­ar líðanar segist finna fyrir verulega aukinni eft­ir­spurn eft­ir að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn skall á hér­lend­is í...