Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Kettirnir í Kattholti ekki jólagjafir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsfólk Kattholts bendir á að ekki sé skynsamlegt að gefa gæludýr í jólagjöf. Forstöðukona Kattholts segir að ekki verði hægt að fá kött í Kattholti fyrir jólin ef ætlunin er að gefa köttinn í jólagjöf.

 

„Þessa dagana er mikið spurt eftir kettlingum til að gefa börnunum, makanum eða vininum í jólagjöf. Við látum ekki ketti sem jólagjafir, við erum alveg á móti því,“ segir Halldóra Snorradóttir, forstöðukona í Kattholti.

Reynslan sýnir að oft er sá einstaklingur sem fær kött í gjöf ekki tilbúinn að annast hann.

Hún segir nokkuð algengt að fólk vilji gefa sínum nánustu gæludýr í jólagjöf en mælir alfarið gegn því. „Við hvetjum frekar fólk til að gefa loforð um kött eftir áramót. Jólin og áramótin eru annasamur tími hjá fólki því er mun betra að taka að sér nýjan fjölskyldumeðlim þegar fer að róast,“ útskýrir hún í samtali við Mannlíf.

„Reynslan sýnir að oft er sá einstakingur sem fær kött í gjöf ekki tilbúinn að annast hann eða myndi vilja velja sinn kött sjálfur. Að fá sér kött er margra ára skuldbinding og fólk þarf að gera sér grein fyrir ábyrgðinni,“ segir hún.

Hún bætir við að í gegnum tíðina hafi komið upp nokkur tilvik þar sem fólk mætir í Kattholt eftir jólin og reyni að skila köttum sem það hefur fengið í jólagjöf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -