Miðvikudagur 27. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Mannanafnanefnd samþykkir hvorki nafnið Lucifer né Lúsífer

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannanafnanefnd hefur samþykkt sex beiðnir um ný nöfn í þessum mánuði en hafnað fjórum beiðnum. Meðal þeirra nafna sem nefndin hafnaði er nafnið Lúsífer.

Nöfnin sem nefndin samþykkti eru karlmannsnöfnin River, Ullur, Ivar og Birmir og kvenmannsnöfnin Hafalda og Hrafnsunna.

Nöfnin sem nefndin hafnaði eru kvenmannsnöfnin Hannalísa og karlmannsnöfnin Theó og Bened til viðbótar við nafnið Lúsífer.

„Þar sem nafnið Lúsífer (kk.) er eitt af nöfnum djöfulsins telur mannanafnanefnd ljóst að það geti orðið nafnbera til ama,” segir í úrskurði mannanafnanefndar um nafnið Lúsífer. Þess má geta að nefndin hafnaði beiðni um nafnið Lucifer í nóvember með sömu rökum en þá var einnig gerð athugasemd við rithátt nafnsins þar sem bókstafurinn c telst ekki til íslenska stafrófsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -