Fimmtudagur 30. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Samfélagið logar vegna kaupendalistans: „Það er stéttastríð á Íslandi og hin ríku eru að sigra“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Samfélagið logar stafna á milli, eftir að listi yfir kaupendur í Íslandsbanka var birtur í gær. Ef samfélagsmiðlar á borð við Twitter og Facebook eru skoðaðir má sjá að mikil reiði ríki í samfélaginu en á listanum var bæði að finna föður Bjarna Benediktssonar, fjármála og efnahagsráðherra og ýmis nöfn sem tengjast bankahruninu 2008, nöfn eins og Þor­steinn Már Bald­vins­son, Jón Ás­geir Jó­hann­es­son og Guð­björg Matth­ías­dótt­ir. Þá er andrúmsloftið innan Alþingis einnig rafmagnað en stjórnarandstaðan krefst þess að sérstök rannsóknarnefnd verði látin rannsaka söluna.

Mannlíf leitaði viðbragða hjá nokkrum þjóðþekktum einstaklingum sem hafa verið duglegir að gagnrýna hina ýmsu vankanta á íslensku samfélagi.

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sagði að listinn hefði ekki komið sér á óvart. „Ég verð nú að viðurkenna að ég hef verið með hausinn í öðrum verkefnum og í útlöndum þannig að ég hef ekkert kafar djúpt í listann. En það kemur ekkert á óvart þarna af því sem ég hef séð, bara staðfesting á þeim oligarkisma sem er ríkjandi á Íslandi. Í sýndarlýðræðinu.“

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar er afar ósáttur við listann. „Traust er mikilvægasta eign hvers banka. Banki verður að vera umlukinn trausti. Og ef meiningin var að skapa traust í þessu ferli hefur það mistekist. Það kom fram hjá fulltrúum Bankasýslunnar á fundi með Efnahags og viðskiptanefnd  að með  fyrstu sölunni hafi tekist að tryggja dreift eignahald og þess vegna hafi verið ákveðið að nýta lokað tilboðsferli nú til að tryggja stóra trausta langtímafjárfesta.  Niðurstaðan varð öll önnur. Manni fallast hendur gagnvart þessum lista. Þarna eru meðal annars erlendir fjárfestar sem keypu í fyrstu umferð og seldu sig strax út með umtalsverðan gróða. Á listanum eru líka aðrir sem hafa ekki beinlínis farsælan feril i bankarreksti, að minnsta kosti ekki út frá sjónarhorni almennings, kunnugleg andlit úr aðdraganda Hrunsins. Það er beinlínis ein skilgreiningin á spillingu, að almannagæðum sé úthlutað til útvalinna á ógagnsæjan hátt. Þannig háttaði svo sannarlega með þessa sölu.“

Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokks Íslands segir að um stéttarstríð sé að ræða á Íslandi og að hinir ríku sé að sigra.

„Ef fólki blöskrar listinn yfir fólkið sem fékk að kaupa hlut ríkisins í Íslandsbanka er það vegna þess að því blöskrar íslenska auðvaldið. Svona er það fyrirbrigði, samansafn af fólki sem hefur auðgast á því að sölsa undir sig auðlindir almennings, fólk sem hefur brotið lög til að koma fé undan skatti, fólk sem hefur skrælt fyrirtæki að innan og eyðilagt bara til að auka við auð sinn og hefur við það notið blessunar og verndar stjórnvalda þrátt fyrir að hafa sýnt það og sannað að það tekur ætíð eigin hagsmuni fram yfir almannahagsmuni. Og það er einmitt vegna þess innrætis sem fjármálaráðherra og bankasýslan sem þjónar honum vill koma eignum almennings til þessa fólks. Ráðherrann og fylgismenn hans trúa því að það sé betra að völdin og auðurinn í samfélaginu séu í höndum þeirra sem aðeins hugsa um eigin hag, helst þeirra sem eru svo rík að þau þurfa ekkert á grunnkerfum samfélagsins að halda og vilja því nýta auð sinn og völd til að brjóta niður velferðarkerfin og þær varnir sem almenningur hefur bygt upp gegn ægivaldi hinna ríku.

- Auglýsing -

Planið með sölunni er að ríkið sé minnihlutaeigandi og beiti sér ekki við stjórn bankans en styðji þá einkaaðila til valda sem eiga mest. Sama á við um lífeyrissjóðina, sem er að mestu stjórnað af fulltrúum Samtaka atvinnulífsins, hagsmunasamtaka hinna fáu ríku. Erlendir brasksjóðir hafa safnað saman blautum til að selja til innlendra einkaaðila. Lítill hópur einkaaðila mun í framhaldinu ná að stjórna bankanum eins og hann eigi hann allan í skjóli ríkis og lífeyrissjóða. Þannig hefur Kolkrabbinn alltaf unnið, magnað upp völd sín og áhrif með því að tryggja að ríki og lífeyrissjóðir vinni alltaf með auðvaldinu og gegn almenningi. Kolkrabbinn er fólk sem varð ríkt eftir að það náði völdum innan ríkisvaldsins og í lífeyrissjóðunum. Það er einkenni óligarka. Það er fólk sem auðgast í gegnum spillingu.

Það er stéttastríð á Íslandi og hin ríku eru að sigra. Þau hafa náð undir sig landhelginni og fiskveiðiauðlindinni og þau stefna á að ná undir sig orkunni. Ríkisstjórnin er með stórfelld áform um einkavæðingu, markmiðið er að koma fjármálakerfinu til hinna ríku, vegakerfinu, heilbrigðis- og menntakerfinu. Það er í gangi skipulögð yfirtaka á samfélaginu, verið að færa öll verðmæti þess til fólks sem almenningi hryllir við að horfa á, vitandi að þarna fer versta fólkið á Íslandi.“

Mannlíf mun á morgun birta viðbrögð fleiri aðila varðandi málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -