Laugardagur 20. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Samferða styrkt fjölskyldur um tæpar 25 milljónir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samferða góðgerðarsamtök voru stofnuð fyrir jólin 2016. Samferða styrkja í hverjum mánuði fjölskyldur sem þurfa á hjálp að halda. Oft er um að ræða fjölskyldur þar sem annað foreldri, eða einstætt foreldri, glímir við krabbamein eða aðra sjúkdóma.

Sjá einnig: Góðverk fyrir ekkju með ung börn: „Takk fyrir gleðina sem ríkir hjá mínum börnum núna“

Í færslu sem birtist á Facebook-síðu Samferða fyrr í dag kemur fram að frá stofnun hafa samtökin  styrkt samtals 364 fjölskyldur hér á landi um samtals 25.229.300 krónur.

„Allt fjármagn okkar hefur komið frá íslensku þjóðinni og hefur verið gefið áfram til þeirra sem þurft hafa hverju sinni. Enginn fær laun fyrir sína vinnu hjá Samferða. Eins er enginn kostnaður á bakvið okkar starf. Þökkum ykkur traustið öll þessi ár og góða samvinnu.“

Hægt er að styrkja Samferða með beinum greiðslum inn á bankareikning samtakanna, eða með því að hringja í 900-númer þess. Þau gleðitíðindi urðu í apríl að framlög í gegnum númerin margfölduðust milli mánaða.

Þeir sem vilja styrkja starf Samferða geta lagt inn á
reikningur 0327-26-114
kennitala 651116-2870

- Auglýsing -

Einnig er hægt að hringja í 900 númer Samferða:
907-1081 – gefur 1000 krónur
907-1083 – gefur 3000 krónur
907-1085 – gefur 5000 krónur
907-1090 – gefur 10000 krónur

Ábendingar og/eða fyrirspurnir má senda í gegnum Facebook-síðu Samferða eða með tölvupósti á [email protected].

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -