Mánudagur 24. janúar, 2022
2.8 C
Reykjavik

Sandra sálfræðinemi fékk Covid: „Lungun mín eru eyðilögð og ég bara 21 árs.“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sandra Ósk Jóhannsdóttir, 21 árs sálfræðinemi við Háskóla Íslands, fékk Covid í maí síðastliðnum og er enn að kljást við eftirköst. Læknar hafa ekki viljað taka röntgenmynd af lungum hennar þrátt fyrir mikla öndunarörðugleika. Þeir segja henni að hún sé með kvíða.

„Ég gat ekki sofnað fyrr en klukkan hálf 7 í morgun þar sem ég náði ekki andanum í alla nótt. Pabbi þurfti að kíkja á mig í alla nótt til að vera viss um að ég væri ekki meðvitundarlaus. Ekki segja mér að covid sé eins og venjuleg flensa. Lungun mín eru eyðilögð og ég bara 21 árs.“

Þetta skrifaði Sandra Ósk á Twitter nýverið. Í samtali við blaðamann Mannlífs segir hún að ekki hafi verið búið að bólusetja hennar árgang þegar hún fékk Covid. Hún hafi áður verið mjög heilsuhraust ung kona, ekki með neinn undirliggjandi sjúkdóm. Hún er ekki ánægð með viðbrögð lækna.

„Læknarnir eru líka mikið að gera lítið úr einkennum og skrifa þetta á kvíða en ég er búin að fá marga einstaklinga sem eru með nákvæmlega sömu einkenni og oft margar ungar stúlkur á mínum aldri. Ég held að það sé einfaldlega ekki geta, nenna né nógu margar rannsóknir á eftirköstum og fylgikvillum covid til að eitthvað sé hægt að gera með fullri alvöru. Bóluefni voru ekki í boði fyrir minn aldurshóp þegar ég smitast en samt sem áður veit ég líka um tilvik hjá manneskjum sem hafa fengið bólusetningu sem upplifa þessi einkenni.“

Sandra Ósk sýndi blaðamanni einnig færslu úr lokuðum Facebook-hópi þar sem hún fer nánar í einkenni eftirkastanna.

„Er búin að fá þetta núna töluvert í sturtu eins og gufan sé að gera mér erfitt fyrir. Í gær var ég upp í rúmi að chilla þegar ég skyndilega missi andann og byrja að hlaupa um allt hús eins og hauslaus hæna því mér leið eins og ég væri að deyja. Búin að vera með svakalalegan þunga í lungunum síðan þá. Seinast þegar ég missi andann svona var ég að keyra og fékk líka svona gríðarlegan þunga í lungun í einhverja daga eftirá. Ég fór á heilsugæslu og læknir sagði að það væri í lagi með mig og að þetta væri örugglega bara kvíðaköst. Þetta eru samt ekki kvíðaköst og það er enginn fyrirvari fyrir þessu,“ skrifar Sandra Ósk og fær töluverð viðbrögð frá lesendum.

- Auglýsing -

Ein konan segist kannast vel við þessi einkenni en hún hafði fengið Covid fyrir þremur mánuðum. Hún hafi þó verið fullbólusett með Pfizer.

Eva nokkur segist kannast við þetta.

„Ég er ekki alveg eins slæm og þú lýsir en ég er búin að fá líka mikil andþyngsli og eins og ég sé ekki að fá nóg súrefni inn. Ég er búin að fara í lungnamyndatöku og láta hlusta mig 2x og ekkert kom úr því :// heimtaði púst frá lækni hefur lagast þá en stundum fæ ég þetta ennþá :(“

- Auglýsing -

Elín fékk Covid í fyrra og er enn slæm.

„Ég er svona eftir covid, veiktist í mars 2020. Varð mjög veik og lá á spítala. Hef verið að hitta lungnalækni og er á lyfjum, lungun eru aðeins í 40%“

Í loks samtalsins við blaðamann Mannlífs segist Sandra Ósk ekki vera bjartsýn.

„Ég held að það sé samt ekkert annað í stöðunni en að heimta þessa myndatöku og sjá hvort það sjáist eitthvað. Ég hef samt ekki miklar vonir miðað við það sem aðrir segja mér með sömu einkenni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -