- Auglýsing -
Mannanafnanefnd hefur birt nýja úrskurði um mannanöfn og eru tilgreind tíu nöfn sem sótt var um en Vísir greindi fyrst frá málinu.
Nöfnin Listó, Santos, Arló, Todor, Marló, Ástborg, Líana, Kostantína og Logar voru öll samþykkt af mannanafnanefd en nafninu Salvarr var nafnað en nefndin bar því meðal annars fyrir sig að það fari gegn almennum ritreglum íslensku að rita nafn með tveimur errum í enda þess. Þá sé nafnið ekki á mannanafnaskrá og komi ekki fyrir í manntölum né fornum ritum og hafi ekki verið borin af mönnum í fjölskyldu umsækjanda.