Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Segir áherslu lagða á að finna lausnir sem henta namibísku samfélagi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur undanfarið unnið að því að draga úr starfsemi sinni í Namibíu með það að markmiði að hætta öllum rekstri í landinu. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu á vef Samherja. Þar segir að áhersla sé lögð á að finna lausnir sem henta namibísku samfélagi.

Af þeim þremur skipum sem hafa stundar veiðar í namibískri lögsögu undanfarið ár, Geysir, Heinaste og Saga, er aðeins eitt eftir í Namibíu og er þar um að ræða verksmiðjutogarann Heinaste er fram kemur í tilkynningunni.

Þá er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Samherja, að niðurstaða sé komin í mál í tengslum við veiðar skipsins Heinaste við Namibíu en Arn­grím­ur Brynj­ólfs­son, skipstjóri Heinaste, var í gær dæmd­ur til að greiða átta millj­ón­ir króna í sekt eða að öðrum kosti yrði hann dæmd­ur í 12 ára fang­elsi. Hann var fundinn sekur um ólöglegar veiðar við strendur Namibíu.

„Það er mjög ánægjulegt að mál vegna skipsins Heinaste og skipstjóra þess var leitt til lykta fyrir dómi í Namibíu á miðvikudag. Þetta skapar ný tækifæri í rekstri skipsins og við viljum að þau verði nýtt í Namibíu,“ er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni.

Í tilkynningunni segir þá að Samherji leggi áherslu á að finna lausnir „sem henta namibískum áhafnarmeðlimum skipsins, namibísku samfélagi og minnihlutaeigendum eignarhaldsfélags Heinaste“. Reiknað er með að skipið verði leigt út til namibískra aðila sem stunda útgerð í landinu.

Tilkynninguna má lesa í heild sinni á vef Samherja.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -