Laugardagur 2. nóvember, 2024
4.2 C
Reykjavik

Segir andlát piltsins á Stuðlum vitnisburð um „áhugaleysi stjórnvalda í málefnum barna á Íslandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segir harmdauða unglingspiltsins á Stuðlum á dögunum vera „enn einn vitnisburðurinn um lífshættulegt afskipta og áhugaleysi stjórnvalda í málefnum barna á Íslandi.“

Leikkonan hreinskilna, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir gerir andlát unglingspiltsins sem lést í bruna á Stuðlum, að umræðuefni í nýrri Facebook-færslu en þar kallar hún Stuðla „barnfangelsi“ og skýtur fast á stjórnvöld.

„Um hvað ætlum við að kjósa?

Harmdauði ungmennis sem lést í bruna á Stuðlum, sem kallað hefur verið meðferðarstofnun en er auðvitað bara barnafangelsi miðað við þann sorglega aðbúnað sem börnum og starfsfólki hefur verið boðið þar upp á, er enn einn vitnisburðurinn um lífshættulegt afskipta og áhugaleysi stjórnvalda í málefnum barna á Íslandi.“

Segir hún ennfremur að fjármálaráðuneytið beri „alla ábyrgð á fjársveltinu“ auk þeirra flokka sem stjórnað hafa landinu síðastliðin ár.

„Við skulum hafa það hugfast að fjármálaráðuneytið ber alla ábyrgð á fjársveltinu og þeir flokkar sem yfir því hafa ráðið síðustu tæp átta ár. Fjárfestingar af þessu tagi eru ekki spennandi fjárfestingartækifæri fyrir þá sem vilja reka samfélagið okkar eins og óðagróðafyrirtæki. Að fjárfesta í velferð barna og þar með landsmanna verður að vera baráttumál í komandi kosningum. Við þurfum fjármálaráðherra með hjartað á réttum stað sem setur velferð allra ofar vellystingum fárra. Við stöndum í þakkarskuld við forstöðumanninn Úlf Einarsson sem talaði tæpitungulaust um vandann á Stuðlum í Kveik RÚV. Hann var svo sendur í leyfi …væntanlega fyrir hreinskilnina.“

Að lokum bendir hún á að samfélagið allt beri ábyrgð í komandi kosningum.

„Barnamálaráðherra segir lagabreytingar til úrbóta þurfa að bíða fram yfir kosningar, hm… Er nokkuð í íslensku samfélagi mikilvægara en að kippa þessum málum í liðinn?
Við sem samfélag berum ábyrgð í komandi kosningum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -