Þriðjudagur 4. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Segir andrúmsloftið mjög þungt: „Þetta snertir hverja einustu fjölskyldu í Rússlandi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Rússnesk kona sem býr hér á landi segir að andrúmsloftið í Rússlandi sé mjög þungt um þessar mundir. Segir hún herkvaðninguna snerta hverja einustu fjölskyldu þar í landi.

Konan, sem ekki vill koma fram undir nafni af ótta við að vera sett á svartan lista sendiráðs Rússlands, segist hafa heyrt í ættingjum sínum í Rússlandi og að hljóðið í þeim sé þungt. „Ég myndi ekki segja að það sé panik í Rússum enda þeir nokkuð vanir allskonar rugli í landinu, sérstaklega undanfarið en andrúmsloftið er mjög þungt,“ sagði konan í samtali við Mannlíf en Rússlandsforseti tilkynnti í gær að hann hyggðist setja í gang herkvaðningu 300.000 manna varaliðs en hún segir að allir viti að þetta sé aðeins byrjunin. „Þeir segja að þeir sem eru í varaliðinu verði fyrst kallaðir í stríðið en þetta er bara fyrsta bylgjan, hver veit hvernig sú næsta verður? En svo er þetta orðalagið svo vítt, þeir segja að varaliðið verði sent í stríðið en líka þeir sem vinna í störfum sem gagnast hernum eins og til dæmis læknar, bæði konur og karlar hafa fengið tilkynningar um að mæta. Í héruðum Rússlands veit enginn hvað gerist.“

Segir hún ennfremur hún hafi heyrt að þeir drengir og menn sem eru í varaliðinu séu gripnir úti á götu og í neðarjarðarlestum og víðar og þar verða þeir að skrifa undir kvaðningu og eru þá skyldugir til að mæta í stríðið en að það sé ólöglegt því samkvæmt lögum megi aðeins afhenda herkvaðningu á lögheimilum, í skólum og vinnum einstaklinganna. „Flestir eru að reyna að flýja Rússland núna, fara í einhver lönd þar sem þeir þurfa ekki dvalarleyfi. Ég hef verið að spjalla við ættingja mína á landsbyggðinni í Rússlandi, sem flestir þekkja einhverja sem hafa verið kvaddir í herinn og segja að þeir séu að reyna að fela sig eða vona að þeir fái undanþágu vegna vinnu sinnar og fleira.“

Þá segist konan vonast til að þetta muni valda reiðibylgju í Rússlandi. „Þetta snertir hverja einustu fjölskyldu í Rússlandi.“

Samkvæmt heimildarmanni innan Kremlar, sem talaði við Novaya Gazeta fréttamiðilinn, ákváðu yfirvöld að birta opinberlega nýju lögin um herkvaðninguna, nema kafla 7 en hann snýr að fjöldi þeirra sem verða kvaddir í herinn. „Þeir breyttu tölunum oft en enduðu að lokum í einni milljón,“ sagði heimildarmaðurinn um þann fjölda sem gætu þurft að berjast í stríðinu, til viðbótar við þá sem berjast nú.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -