Föstudagur 13. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Segir Ásmund Einar bera ábyrgð í máli Yazan litla: „Það eru allir að horfa á þig, allir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pétur Eggerz Pétursson bendir á Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra og segir að það sé í hans verkahring að stöðva brottvísun hins 11 ára Yazan Tamimi. Í myndbandi kallar hann ráðherrann „hryggleysingja“.

Stofnandi Overture og aðgerðasinninn Pétur Eggerz Pétursson birti myndband á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann lætur Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra finna til tevatnsins en til stendur að reka hinn unga Yazan Tamimi úr landi um leið og hann verður útskrifaður úr hvíldarinnlögn en hann er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne en lífslíkur fólks með þann sjúkdóm er um 19 ár, fái það viðeigandi meðhöndlum heilbrigðisstarfsmanna. Yazan kom hingað til lands ásamt foreldrum sínum frá Palestínu.

Pétur segir í upphafi myndskeiðsins að Ásmundur Einar Daðason hafi sagt það í sumar að það yrði „nöturlegt“ ef Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna myndi ekki „grípa Yazan“ en segir að hans sé að sjá til þess að svo verði. „Ásmundur Einar, það er þú sem átt að standa vörðinn. Það ert þú sem ættir að vera í framlínunni að sjá til þess að aðrir þingmenn geti ekki brotið landslög. Barnasáttmálinn á að grípa Yazan og það er þitt hlutverk að sjá til þess. Það eru allir að horfa á þig, allir.“

Þá segir Pétur að einnig séu Íslendingar með lög um réttindi sjúklinga og að eftir þeim skuli farið og það sé í hans verkahring að sjá til þess. „Hvar ert þú? Hvar ertu að fela þig núna? Því að lögreglan er búin að gefa það út að hún ætli að fleygja honum Yazan út um leið og hann kemst af hvíldarinnlögn. Þá verður lögreglan tilbúin að brjóta fjöldann allan af greinum Barnasáttmálans. Við erum að horfa á þig. Þú átt að standa upp en þú ert ekki að standa upp. Við munum halda þér ábyrgum ef þú stoppar þetta ekki, því að Barnasáttmálinn, hann trompar.“

Hér má sjá myndbandið:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Pétur Eggerz (@petur_eggerz)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -