Þriðjudagur 26. september, 2023
11.1 C
Reykjavik

Segir börn niður í 11 ára komast í vímu fyrir minna en 500 krónur: „Lét hjarta mitt brotna“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kona nokkur varar við í lokuðum hópi á Facebook, nýrri aðferð barna og unglinga til að komast í vímu.

Kona, sem ekki vill láta nafn síns getið birti viðvörun til fólks í lokaðri grúppu á Facebook en þar varar hún við nýrri leið unglinga og barna allt niður í 11 ára, til að komast í vímu.

„Ég varð vitni að leiðindaatviki meðal unglinga í hverfinu sem ég bý í og við erum að tala um börn niður í 11 ára gömul,“ skrifar konan og heldur áfram: „Börnin tjáðu mér að þetta væri mjög algengt í dag sem að lét hjarta mitt brotna.“

En hvað er þetta sem unglingarnir og börnin gera? „Krakkar fara út í næstu verslun og kaupa svitalyktarsprey og taka gashylkin úr og nota nota þau til að gasa. Þetta er víma sem lætur þau vart standa í fætur og kostar innan við 500 krónur. Stórhættulegt og ég hef áhyggjur af þessu.“

Segir konan í lokin að hún skrifi þetta til að vara foreldra við og að þetta sé auðveldara en að verða sér úti um sælgæti.

Mannlíf reyndi án árangurs að ná tali af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og upplýsingafulltrúa skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -