Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Segir eðlilegt að gera sambærilegan samning við sveitarfélögin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samninganefndir stéttarfélagsins Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) fundar í dag vegna kjarasamninga félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfus. Verkfall hefur staðið síðan klukkan 12 á mánudaginn og nær til rúmlega 270 félagsmanna.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er bjartsýn. „Við eigum fund  í dag og bindum þónokkrar vonir við að hægt sé að ganga frá samningum í dag,“ sagði Sólveig Anna í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun.

„Það veltur á því hvaða lausnir sveitarfélögin koma með fyrir okkar fólk,“ bætti hún við.

Aðspurð hvort samningurinn sem Efling og Reykjavíkurborg undirrituðu aðfaranótt þriðjudags verði hafðir sem einhvers konar viðmið á samningaborðinu í dag sagðist Sólveig reikna með því. „Það væri eðlileg og réttlát niðurstaða.“

„Vegna þess að við höfum staðið af okkur rosalegar árásir.“

Hún benti í framhaldi á að nú væri verið að semja fyrir sambærilegan hóp og þann sem samið var fyrir hjá Reykjavíkurborg fyrr í vikunni eftir mánaðarlangar verkfallsaðgerðir. Sólveig segir konur vera í meirihluta í hópnum og að hópurinn búi við sama efnahagslega raunveruleika og hópinn sem starfar hjá Reykjavíkurborg. Henni þykir því eðlilegt að kjarasamningar sem Efling gerir gagnvart SÍS séu svipaðir þeim kjarasamning sem var undirritaður á þriðjudaginn.

Sólveig hefur sagt samning Eflingar við Reykjavíkurborg vera „sögulegan“. Spurð nánar út í það sagði Sólveig: „Vegna þess að við höfum staðið af okkur rosalegar árásir. Þessi hópur, mest megns konur, ákvað í mikilli samstöðu og af dirfsku, að fara af stað í þessa baráttu með kröfu sem við köllum leiðréttingu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -