Þriðjudagur 19. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Segir fátæka ekki keyra upp einkaneysluna: „Það er fólkið sem á að éta verðbólguna á fastandi maga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson segir vaxtahækkanir lítil áhrif hafa á kaupgetu þeirra sem eiga það gott.

Rúv sagði frá því í morgun að sala á nýjum bílum ryki upp, þrátt fyrir háa vexti og verðbólgu. Sósíalistaforinginn Gunnar Smári skrifaði færslu í grúppu flokksins á Facebook þar sem hann svarar fréttinni í stuttu máli.

Bendir hinn skeleggi sósíalisti á að vaxtahækkanir hafi lítil áhrif á ríka fólkið en segir að ríkisstjórnin og Seðlabankinn vilji refsa hinum fátækari, sem sé ekki fólkið sem sé að keyra upp einkaneysluna.

„Vaxtahækkanir hafa sáralítil áhrif á kaupgetu og -vilja þeirra sem hafa það gott í bullandi góðæri. 15% vextir í 10% verðbólgu og 7% hagvexti er ekki svo vondur díll fyrir þau sem fá til sín afrakstur góðærisins. Sumt af því fólki getur meira að segja staðgreitt bílanna.

Vaxtahækkanir og verðbólga grefur hins vegar undan þeim sem eru með lágar tekjur og sem hafa fá tækifæri til að auka tekjur sínar. Það fólk er ekki að keyra upp einkaneysluna. En það er samt fólkið sem stjórnvöld, ríkisstjórn og Seðlabanki, vilja refsa. Það er fólkið sem á að éta verðbólguna á fastandi maga.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -