Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Segir flug­freyj­ur og flug­menn Icelandair þurfa að taka á sig 50-60 prósenta launa­lækk­un

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Til að forða flugfélaginu Icelandair frá gjaldþroti verða flug­freyj­ur og flug­menn fé­lags­ins að taka á sig launa­lækk­un á bil­inu 50-60%. Stjórnendur félagsins þurfa að gera starfsmönnum grein fyrir alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta er haft eftir ráðgjafa eins af stóru hlut­höf­um Icelandair í Morgunblaðinu. Ef ekki næst að skera niður launakostnað er ekkert annað í stöðunni en að setja félagið í þrot og hefja endurreisn á nýtti kennitölu að mati umrædda ráðgjafa.

Hann segir nýjan kjarasamning við flugfreyjur og flugmenn nauðsynlegan og að litlar skerðingar og breytingar muni ekki hafa neitt að segja.

Starfsfólkið helsta fyrirstaðan

Um helgina greindi RÚV frá bréfi sem Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, birti á innri vef Icelandair til starfsmanna félagsins. Þar sagði Bogi starfsmenn vera „helstu fyrirstöðuna“ fyrir að hægt sé að bjarga rekstrinum.

Þar sagði hann að til að komast í gegnum stöðuna sem upp er komin þurfi að tryggja langtímasamninga við flugstéttir félagsins. Í bréfinu sagði hann einingarkostnað vegna launa ekki mega vera hærri en hjá alþjóðlegum flugfélögum sem Icelandair beri sig saman við.

- Auglýsing -

Bogi sagði að samningaviðræður mættu ganga betur og að nýir samningar þyrftu að nást fyrir 22. maí, þá fer næsti hluthafafundur fram.

Kjarasamningur undirritaður milli Icelandair og Flugvirkjafélags Íslands

Þess má geta að um helgina undirrituðu Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands nýjan kjarasamning á milli félaganna fyrir tímabilið 1. janúar 2021 til 31. desember 2025. Í tilkynningu um málið segir að samningurinn sé í samræmi við þau markmið sem samningsaðilar lögðu upp með sem í senn styrkir samkeppnishæfni félagsins og stendur vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi. FVFÍ mun nú leggja samninginn fyrir félagsmenn sína til atkvæðagreiðslu.

- Auglýsing -

„Það er ánægjulegt og mikilvægt að hafa undirritað langtímasamning við eitt af lykilstéttarfélögum okkar. Viðræðurnar voru lausnamiðaðar allt frá upphafi enda hafa aðstæður í umhverfi flugfélaga aldrei verið meira krefjandi en nú,“ er haft eftir Boga um samninginn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -