2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Segir Heilbrigðisstofnun Austurlands hafa framfylgt heimsóknarbanninu af of mikilli hörku

Ármann Ingimagn Halldórsson, vélamaður á Egilsstöðum, ætlar að leita réttar síns gagnvart Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) vegna heimsóknarbanns á hjúkrunarheimilinu Dyngju. Hann segir frá þessu í samtali við Morgunblaðið í dag. 

Þar kemur fram að eiginkona Ármanns, Gróa Ingileif Kristmannsdóttir, glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóm og þarf mikla umönnun. Hún dvelur þess vegna á Dyngju á
Egilsstöðum sem er rekið af HSA.

Ármann fékk að gista hjá Gróu á næturnar fram að heimsóknabanninu til að sinna henni. En eftir að heimsóknarbannið tók gildi mátti hann ekki hitta Gróu. Í samtali við Morgunblaðið segir hann að honum þykir HSA hafa framfylgt heimsóknarbanninu af of mikilli hörku.

Hann segist hafa nánast alveg verið í sjálfskipaðri sóttkví, annað en sumt strafsfólk Dyngju að hans sögn, og bendir á að kona hans sé ekki eldri borgari, en Gróa er 62 ára.

AUGLÝSING


Honum var tilkynnt um heimsóknarbannið rétt áður en það tók gildi og segir frá því að hann hafi ekki náð að hitta Gróu áður en bannið skall á. „Ég komst ekki einu sinni inn til að sækja lyfin mín,“ sagði Ármann í samtali við Morgunblaðið.

Hann kveðst nú hafa leitað til lögfræðistofu í Reykjavík og hyggst leita réttar síns gagnvart HSA.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum