Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Segir leitt að Neyðarlínan kjósi að fara í hart

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það hryggir mig að Neyðarlínan kjósi að bregðast við af hörku gegn eðlilegri athugun á störfum fyrirtækisins í kjölfar kvartana borgarbúa sem telja sig ekki hafa notið virðingar og sanngirni í samskiptum við Neyðarlínuna.“ Þetta skrifar Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar sem kallaði fulltrúar Neyðarlínunnar á fund fyrr í dag til að ræða atvik sem hefur verið mikið til umræðu undanfarna daga. Snýst það um viðbrögð Neyðarlínunnar þegar óskað var eftir aðstoð fyrir tvær meðvitundarlausar konur í miðbæ Reykjavíkur þann 16. maí.

Dóra Björt ræddi þetta atvik og viðbrögð Neyðarlínunnar í samtali við Rás 2 í morgun.

Í kjölfar viðtalsins sendi Neyðarlínan frá sér yfirlýsingu og setti út á ummæli Dóru í viðtalinu og krefja hana um afsökunarbeiðni.

„Velti borgarfulltrúinn því upp hvort viðbrögð neyðarvarðar bæri vott um kvenfyrirlitningu og/eða andúð á útlendingum og sjúkraliðar ekki kvaddir til með forgangi af þeim sökum,“ segir m.a. í tilkynningu Neyðarlínunnar.

Útlit fyrir að ekki sé áhugi fyrir að komast að því hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis

Dóra segir rangt að hún hafi sagt atvikið ekki tekið alvarlega vegna fordóma við minnihluta. Hún segist ekki sátt við að sitja undir slíkum ásökunum. Hún segist einfaldlega hafa hlustað á það fólk sem er ósátt við viðbrögðin og vitnað í umræðuna almennt.

- Auglýsing -

„Í viðtalinu í morgun sagði ég það sanngjarnt að spyrja hvort viðbrögðin voru eðlileg. Um leið sagði ég að í kjölfar þessa atviks hafi ég heyrt frá fleirum þá tilfinningu að viðhorfið sé ójafnt eftir því um hvern er að ræða. Þetta er ekki ásökun af minni hálfu heldur vitna ég til opinberrar umræðu,“ skrifar Dóra í færslu sína á Facebook

Hún spyr hvort kjörnir fulltrúar megi ekki enduróma raddir borgarbúa.

Krafan um að ég biðjist afsökunar á að kalla eftir svörum og útskýra hvað veldur því að málið kemur til borðs mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs er ekki fagleg og ekki merki um vilja til að fara yfir hvort og þá hvernig eitthvað fór úrskeiðis. Enn síður er það gagnlegt að gera mér upp skoðanir og ásakanir sem fara fyrir brjóstið á yfirmönnum Neyðarlínunnar og er haldið fram opinberlega af öðrum og í kjölfarið krefjast afsökunarbeiðni fyrir þann tilbúning.

- Auglýsing -

Hún bendir á að Reykjavíkurborg eigi tæp 20% í Neyðarlínunni og að hennar markmið sé að tryggja trausta og góða þjónustu þar sem borgin komi að.

Í færslu sinni hvetur hún Neyðarlínuna til að nota tækifærið til að endurskoða málið af yfirvegun í stað þess að berjast við „ímyndaða óvini“.

Færslu Dóru má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -