2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Segir mbl.is og RÚV hafa framið verkfallsbrot: „Með ólíkindum að miðlarnir hagi sér með þessum hætti“

„Þetta eru hrein og klár verkfallsbrot og verða kærð til félagsdóms,“ segir Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, varaformaður Blaðamannafélags Íslands, um þá staðreynd að fréttir birtust á vef mbl.is og tökumaður á RÚV sem er verktaki og utan félags var látinn vinna á meðan á verkfalli stóð í dag á milli klukkan 10:00 og 14:00.

 

Verkfallið náði til blaða- og tökumanna og ljósmyndara sem starfa á netmiðlum Sýnar, RÚV, Fréttablaðsins og Morgunblaðsins hófst klukkan 10:00 og stóð yfir til klukkan 14:00.

Athygli vakti að nýjar fréttir birtust á meðan á verkfallinu stóð á vef Morgunblaðsins.

„Verkfallsbrot hafa nú átt sér stað bæði á RÚV og Árvakri. Á RÚV var myndatökumaður, sem er verktaki og utan félaga, vaktsettur og látinn vinna og fréttir hafa verið að birtast inni á mbl.is. Atvikin verða umsvifalaust kærð til félagsdóms. Það er með ólíkindum að miðlarnir hagi sér með þessum hætti, ekki síst miðill í eigu ríkisins,“ útskýrir Ragnhildur.

„Atvikin verða umsvifalaust kærð til félagsdóms.“

AUGLÝSING


Hún bætir við: „Túlkun Blaðamannafélags Íslands á framkvæmd verkfallsins er að ekkert átti að á vefinn milli 10-14 í dag og ljósmyndarar og tökumenn áttu ekki að fara í tökur. Verktakar áttu ekki að vinna, utanfélagsfólk átti ekki að vinna og fólk í öðrum stéttafélögum átti ekki að vinna. Verkfallið náði til fjögurra fjölmiðlafyrirtækja sem eru innan Samtaka atvinnulífsins – Árvakurs, Torgs, Sýnar og RÚV. Verkfallið náði ekki til félaga í Félagi fréttamanna á RÚV eða félaga í Rafiðnaðarsambandinu á Sýn.“

Hún segir verkfallsverði hafa verið á umræddum miðlum í dag. „Hlutverk þeirra var að fylgjast með framkvæmdinni og skrá niður verkfallsbrot.“

Sjá einnig: Verkfall blaðamanna hafið

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum