Föstudagur 13. september, 2024
1.8 C
Reykjavik

Segir ríkisvaldið líta á almenning sem blóðmerar:„Getum ekki lengur lifað undir alræði auðvaldsins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson segir að ríkisvaldið líti á almenning sem blóðmerar.

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson er síður en svo sáttur við óbreytta stýrivexti Seðlabankans sem tilkynntir voru í morgun. Segir hann í harðorðri Facebook-færslu að í framtíðinni verði hugsanlega settir upp „gamanóperu“um fundi peninganefnd Seðlabankans en þangað til sé þetta ekki fyndið.

„Kannski verða þessi fundir settir upp sem gamanóperur í framtíðinni þegar þessi sturlaða trú á eyðileggjandi efnahagsstefnu undanfarinna áratuga verður runnin af fólki. En þangað til er þetta náttúrlega ekki fyndið, að ríkisvaldið skuli verja auð þeirra sem mikið eiga með kjafti og klóm og ræna þau sem lítið sem ekkert eiga. Það þarf að brjóta þessa fjárplógsvél hinna ríku sem Seðlabankinn hefur smíðað.“ Þannig hefst færsla Gunnars Smára. Segir hann í færslunni að almenningur standi ekki undir raunvöxtunum af húsnæðis- og yfirdráttarlánum og geti í þokkabót hvergi flúið.

„Almenningur stendur ekki undir 7% raunvöxtum af húsnæðislánum og 12% raunvöxtum á yfirdráttarlánum. En hann getur hvergi flúið, stjórnvöld hafa króað hann inni svo bankar og fjármálastofnanir geti sogið úr honum lífskraftinn. Og almenningur lifir það ekki af að ríkisvaldið magni hér upp enn frekari húsnæðiskreppu svo verktakar og leigusalar geti sogið merg og blóð úr fólki og fjölskyldum.“

Að lokum líkir Gunnar Smári ástandinu við blóðmerahald:

„Við getum ekki lengur lifað undir alræði auðvaldsins, ríkisvaldi sem telur það frumskyldu sína að þjóna hinum fáu og ríku. Ríkisvaldi sem telur það ekki sitt hlutverk að tryggja öryggi og afkomu almennings heldur lítur á almenning sem blóðmerar fyrir auðvaldið að nytja.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -