Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Segir skandal að dómstólar séu enn að íhuga framsal Assange: „CIA vildi taka hann af lífi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson segir frá frétt spænska blaðsins El Pais um tengsl CIA við öryggisrfyrirtækið sem sá um gæslu í sendiráði Ekvador á meðan á dvöl Julian Assange stóð.

Í færslunni segir Kristinn að það liggi ljóst fyrir að CIA hafi fyrir fimm árum lagt á ráðin um að ræna Assange úr sendiráðinu „eða hreinlega taka hann af lífi“. Þá segir ritstjórinn það vera skandal að enn sé það til umfjöllunar dómstóla í London að framselja Assange til Bandaríkjanna. Færslan er hér fyrir neðan:

„Það liggur ljóst fyrir að CIA lagði á ráðin fyrir fimm árum að ræna Julian Assange í sendiráði Ekvadors í London eða hreinlega taka hann af lífi. Þetta var opinberað í grein Yahoo News sem byggði á rannsóknum þriggja blaðamanna og á yfir 30 heimildarmönnum.

Í gær birti spænska dagblaðið El Pais svo skjáskot úr tölvu yfirmanns öryggisfyrirtækisns sem ráðið var til gæslu í sendiráðinu en CIA snéri gegn skjólstæðingi sínum fyrir dágóða fjárhæð til að njósna fyrir sig um Assange og hans gesti, meðal annars taka upp fundi hans með lögmönnum sínum.
CIA hefur neitað þessu og sagt að engar sannanir séu fyrr því, nema hvað, að tölva yfirmannsins sem sætir nú sakarannsókn á Spáni hefur að geyma skrárheiti á möppum (sem hafa verið tæmdar) greinilega merktar Bandaríkjunum og CIA.
Það er í raun skandall að það skuli enn vera til umfjöllunar dómstóla í London að framselja Julian í hendur leyniþjónustu sem hefur planað að drepa hann og í ákærumeðferð til aðila sem hafa látið leyniþjónustu sína hlera fundi hans með lögmönnum sínum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -