Föstudagur 19. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Segir stjórnina bera „ekkert skynbragð á mannúð og nauðsynlega samhjálp samfélagsins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Birgisson samfélagsrýnir veltir fyrir sér ástæðunum fyrir þeim erfiðleikum sem ungt fólk á í við að kaupa sér íbúð á Íslandi, í nýrri færslu á Facebook.

Í færslunni vitnar í frétt Heimildarinnar um vaxtabótakerfið sem var komið á fyrir tekjulægri hópa samfélagsins en var síðan yfirgefið. Segir Björn að þetta sé hluti skýringarinnar á erfiðleiku ungs fólks á Íslandi í dag. Segir hann ennfremur að um sé að ræða pólitískar ákvarðanir fólks sem beri „beri ekkert skynbragð á mannúð og nauðsynlega samhjálp samfélagsins.“ Færsluna má lesa hér að neðan:

„Vaxtabótakerfið fyrir tekjulægri sem var yfirgefið

**********
„Árið 2013 voru greiddir 9,1 milljarður króna á þávirði í húsnæðisstuðning í gegnum vaxtabótakerfið, sem miðað er að tekjulægri og eignaminni hópum samfélagsins.
Í fyrra fengu heimili landsins um tvo milljarða króna í vaxtabætur.
Vaxtabótakerfið er sú leið sem lengi vel var notuð til að miðla húsnæðisstuðningi úr opinberum sjóðum til íslenskra heimila.
Kerfið var innleitt, ásamt greiðslu barnabóta, af vinstri stjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags árið 1988 og var ætlað að létta á greiðslubyrði ungs fjölskyldufólks.“ – Heimildin
**********
Fólk er að furða sig á þeim erfiðleikum sem ungt fólk á í við að eignast þak yfir höfuðið og koma sér fyrir í þjóðfélaginu.
Hluti skýringarinnar er hér að ofan.
Pólitískar ákvarðanir fólks sem aldrei ætti að koma að stjórnun efnahagsmála.
Fólks sem ber ekkert skynbragð á mannúð og nauðsynlega samhjálp samfélagsins.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -