Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Segir þátt Bjarna Ben í málinu grafalvarlegan: „Hvað vita þeir svo sem um það á þessu stigi máls?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson, hefur birt grein á fréttavef sínum um rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fjórum blaðamönnum – umfjöllun fjölmiðla um hana; og aðkomu stjórnmálamanna; kemur Þórður meðal annars kemur inn á þátt Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins:

„Þann 14. febr­úar 2022 fékk ég sím­tal frá lög­regl­unni á Norð­ur­landi eystra. Ég var boð­aður í skýrslu­töku fyrir að hafa mót­tekið gögn og skrifað fréttir upp úr þeim hluta þeirra sem ég og sam­starfs­menn mínir töldum frétt­næma og ættu erindi við almenn­ing,“ ritar Þórður og bætir við:

„Umræddar fréttir birt­ust í maí 2021 í umfjöllun sem kennd hefur verið við „Skæru­liða­deild Sam­herj­a“. Með þessu var ljóst að ég hafði stöðu sak­born­ings í mál­inu. Þrír aðrir blaða­menn fengu einnig stöðu sak­born­ings við rann­sókn máls­ins, þeirra á meðal Arnar Þór Ing­ólfs­son, blaða­maður á Kjarn­an­um.“

Hann nefnir að „ekk­ert í umfjöll­un­inni hefur verið hrakið og við­brögð við henni voru nær öll á þann veg að það atferli sem lýst var, og byggði á umræddum gögn­um, var for­dæmt.

Sam­herji baðst í kjöl­farið afsök­unar á við­brögðum sínum við fréttaum­fjöllun um meint lög­brot fyr­ir­tæk­is­ins, þar sem það réðst með offorsi gegn nafn­greindum blaða­mönn­um.“

Bjarni Benediktsson.

Þórður segir að „degi eftir boðun okkar til skýrslu­töku birti Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins til næstum 14 ára og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, langa færslu á Face­book þar sem hann varði og studdi þessar aðgerðir lög­regl­unnar gagn­vart blaða­mönn­um, en lög­reglu­stjór­inn sem ber ábyrgð á þeim, Páley Berg­þórs­dótt­ir, var áður bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Vest­manna­eyjum um margra ára skeið og um tíma for­maður bæj­ar­ráðs sem full­trúi flokks­ins.“

- Auglýsing -
Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri.

Þórður fullyrðir að „færsla Bjarna var for­dæma­laus og grafal­var­leg, enda öllu skyn­sömu fólki ljóst að þar var valda­mik­ill stjórn­mála­maður að skipta sér af lög­reglu­rann­sókn á blaða­mönnum og koma vilja sínum um fram­gang hennar skýrt til skila. Í færsl­unni sagði Bjarni að engar fréttir hefðu verið fluttar af því sem mestu máli skipti varð­andi þetta mál og flesta þyrsti að vita hvað lög­­reglan kunni að hafa undir höndum sem gefi til­­efni til rann­­sókn­­ar:

„Þeir sem stjórnað hafa þeirri umræðu eru þeir hinir sömu og nú eru til rann­­sókn­­ar. Það eina sem þeir hafa fram að færa hins vegar eru get­­gátur um það hvað lög­­reglan muni mög­u­­lega vilja spyrja þá um og álit þeirra á eigin get­­gátum um það. Þeir segja okkur að þeim sé gefið að sök að hafa nýtt gögn til að skrifa frétt­­ir. En hvað vita þeir svo sem um það á þessu stigi máls?“

Áðurnefnda færslu Bjarna í fullri lengd má lesa neðst í greininni.

- Auglýsing -

En Þórður færir það í tal að „það sem ég vissi á þessu stigi máls, um miðjan febr­úar og degi eftir að okkur var til­kynnt um sak­born­inga­stöðu, var hvað mér var gefið að hafa gert. Það er að brjóta gegn 228. og 229. greinum almennra hegn­ing­ar­laga sem snú­ast um frið­helgi einka­lífs. Þetta stað­festi lög­regla við mig við fyrstu hring­ingu og einnig að ég væri ekki til rann­sóknar vegna nokk­urra ann­arra brota. Sömu sögu er að segja um hina þrjá blaða­menn­ina sem settir voru á saka­manna­bekk. Þetta var allt fram komið í opin­berri umræðu áður en Bjarni birti færslu sína.“

Bætir þessu við:

Páll Steingrímsson skipstjóri.

„Ekk­ert okkar er grunað um að hafa tekið síma ófrjálsri hendi eða fyrir að hafa eitrað fyrir Páli Stein­gríms­syni, skip­stjóra hjá Sam­herja, líkt og haldið hefur verið fram í opin­berri umræðu og sumum fjöl­miðl­um. Það sem okkur var gefið að hafa gert er að taka við gögn­um, beita hefð­bundnum starfs­að­ferðum og við­miðum blaða­mennsku, innan ramma þeirra siða­reglna og laga sem okkur er gefið að starfa, leggja mat á frétta­gildi hluta þeirra og skrifa upp úr þeim frétt­ir.“

Færsla Bjarna Benediktssonar frá 15. febrúar:

„Í okkar góða landi er þrískipting ríkisvalds. Það felur meðal annars í sér að Alþingi setur lög, framkvæmdavaldið fylgir lögum eftir og sjálfstæðir dómstólar leysa úr lagalegum ágreiningi.

Oft er sagt að fjórða valdið liggi hjá fjölmiðlum sem horfa yfir sviðið og upplýsa almenning um gang mála.

Nú berast fréttir af því að lögreglan á Norðurlandi eystra hafi tekið mál til rannsóknar og með símtali í gær boðað fjóra fréttamenn til yfirheyrslu. Það eina sem fram er komið frá lögreglunni er að embættið sé með brot á friðhelgi einkalífs til rannsóknar. Við höfum mátt venjast því í fréttaflutningi af lögreglumálum þegar almennir borgarar eiga í hlut að fjölmiðlar beini sjónum sínum að því hvað hinn grunaði kunni að hafa unnið til saka.

Iðulega er mikið á sig lagt til að grafast fyrir um það og enginn vafi að almenningur kann vel að meta vandaða rannsóknablaðamennsku. Mál sem eru til rannsóknar fá reglulega umfjöllun í fréttatímum og framvindu mála er fylgt eftir frá rannsókn til ákæru og dóms eða niðurfellingar máls eftir atvikum.

Það verður að segjast eins og er að svo virðist sem þessi hefðbundu vinnubrögð og lögmál eigi ekki við, að minnsta kosti ekki að öllu leyti, í tilviki blaðamannanna sem fengu símtal í gær. Engar fréttir hafa verið fluttar af því sem mestu máli skiptir og flesta þyrstir að vita hvað lögreglan kunni að hafa undir höndum sem gefi tilefni til rannsóknar. Þeir sem stjórnað hafa þeirri umræðu eru þeir hinir sömu og nú eru til rannsóknar. Það eina sem þeir hafa fram að færa hins vegar eru getgátur um það hvað lögreglan muni mögulega vilja spyrja þá um og álit þeirra á eigin getgátum um það.

Þeir segja okkur að þeim sé gefið að sök að hafa nýtt gögn til að skrifa fréttir. En hvað vita þeir svo sem um það á þessu stigi máls? Ríkisútvarpið tók málið skrefinu lengra og fékk lögmann til að lýsa því yfir að ef málið snerist um það sem blaðamennirnir sjálfir telja, þá sé nær útilokað að ákæra verði gefin út og svo les maður fréttir af dómafordæmum um að slík mál séu vonlaus frá upphafi. „Afar ólíklegt að blaðamennirnir fjórir verði ákærðir,“ segir í fyrirsögn fréttar á ruv.is.

Þetta er áður en nokkur maður veit hvaða gögn lögreglan hefur eða hvaða spurninga hún leitar svörum við. Eru einhver fordæmi fyrir svona vinnubrögðum fréttastofu? Öll fréttin er að gefnum forsendum þeirra sem fengu símtal í gær. Hefði Ríkisútvarpið ekki mátt láta þess getið að sumir þeirra sem eru með kenningar um það hvað málið snýst hafa starfað á Ríkisútvarpinu. Hefði það ekki sýnt lágmarks viðleitni til að gæta hlutleysis í máli sem virðist á algjöru byrjunarstigi?

Formaður Blaðamannafélagsins hefur komist að því að máið sé alvarlegt og óskiljanlegt. Gott ef ég heyrði ekki að það væri búið að senda bréf til útlanda til að vekja athygli á þessu alvarlega máli. Ég get ekki varist því að spyrja nokkurra spurninga þegar maður les, heyrir og sér hverja fréttina á eftir annarri vegna símtalsins frá lögreglunni í gær.

Eru fjölmiðlamenn of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu eins og almennir borgarar?

Hvernig getur það talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að þeir gefi skýrslu?

Ef fjölmiðlamennirnir eiga þann lögvarða rétt sem þeir gefa sér að eigi við í þessu máli, að svara ekki spurningum lögreglunnar, vilja þeir þá ekki bara gera það, neita að svara. Er það mjög íþyngjandi? Meira íþyngjandi en almennir borgarar þurfa að þola í málum sem eru til rannsóknar lögreglu?

Eru ekki öll fordæmin sem rakin eru í fjölmiðlum og fréttatíma Ríkisútvarpsins einmitt til sönnunar um að við búum í réttarríki og að þeir sem telja sig hafa hreinan skjöld geta mætt óhræddir til lögreglunnar og treyst því að réttarkerfið á Íslandi virki.

Má ekki bara hafa það í huga að sum mál eru felld niður. Önnur fara í ákæru. Í sumum er sakfellt, í öðrum sýknað.

Þarf öll þessi stóryrði áður en lögreglan spyr fyrstu spurningarinnar undir rannsókn málsins?

Við gerum öll kröfu til þess að hér á landi séu allir jafnir fyrir lögunum.

Má gera þá kröfu að allir séu jafnir fyrir fjölmiðlunum líka?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -