Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Segir þjóðina samábyrga: „Lykilsaga um margt af því versta í íslensku samfélagi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir svokallaðan Covid-túr á Júlíusi Geirmundssyni sé lykilsaga um margt af því versta í íslensku samfélagi. Líkir útgerðinni við skipulagða glæpastarfsemi.

Sjá einnig: Logandi deilur á Ísafirði – Skipverjar stefna útgerðinni – Nýr eigandi stefnir á yfirráð

Kristinn skrifaði færslu nýverið á Facebook og hlekkir viðtal úr Stundinni við en þar ræðir Stundin við tvo skipverja sem fóru í hinn afdrífaríka túr á Júlíusi Geirmundssyni en upp kom Covid-smit í áhöfninni en henni gert að halda áfram vinnu sinni. Í dag glíma sumir úr áhöfninni enn við eftirköst Covid, bæði líkamleg og andleg. Hafa þeir kært útgerðina.

Færslan er svohljóðandi:

„Kóvídtúrinn á Júlíusi Geirmundssyni er lykilsaga um margt af því versta í íslensku samfélagi. Skeytingarleysi gagnvart lífi og limum þegar gróðasjónarmið eru allsráðandi, óheiðarleikinn í samskiptum þeirra sem valdið hafa gagnvart hinum, flóttinn undan ábyrgð, lygarnar og samtrygging pólitískra valdastofnana eins og lögreglu og dómstóla með peningavaldinu. Jafnvel Verkalýðsfélögin kóa með.

Það er þekkt í skipulagðri glæpastarfsemi að menn smokra sér undan ábyrgð með því að velja einn úr hópnum til að taka skellinn þegar nauðsynlegt er talið að friða þá sem heimta réttlæti (sem þykir óþægileg truflun). Þarna fær skipperinn smá högg á handabakið. Útgerðin smokrar sér undan ábyrgð og ætlaði raunar að tryggja sig með því að fá héraðslækninn til að ljúga á sig hluta sakar.
Þetta er dæmisaga um siðferðisbrest sem er svo djúpur að hann verður að skrifast á alla þjóðina. Á meðan hún leyfir þessu að grassera telst hún samábyrg.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -