2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Segir upp eftir 20 ár hjá SÁÁ

Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, tilkynnti stjórn SÁÁ í tölvupósti í gær að hún ætli að láta af störfum. Morgunblaðið greinir frá þessu. Þar segir að ástæðan sé „djúpstæður ágreiningur” við Arnþór Jónsson, formann SÁÁ, sem hafi náð hámarki í gær.

Uppsögnin á sér langan aðdraganda er fram kemur í frétt Morgunblaðsins en það mun hafa soðið upp úr á milli Valgerðar og Arnþórs á fundi SÁÁ í gær þar sem breytingar á rekstri Vogs voru ræddar.

Valgerður hóf störf hjá SÁÁ sumarið 2000 þegar hún kom heim úr sérnámi í Bandaríkjunum, þá orðin sérfræðilæknir í lyflækningum og fíknlækningum. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ og forstjóra sjúkrahússins Vogs af Þórarni Tyrfingssyni í lok maí 2017.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum