Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Segist hafa rökstuddan grun um njósnir Bandaríkjamanna: „Þetta er nú ekki alveg sanngjarnt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson segist hafa rökstuddan grun um að Bandaríkjamenn stundi njósnir hér á landi.

Ríkislögreglustjóri kom fram á dögunum og lýsti yfir áhyggjum sínum yfir auknum njósnum hér á landi, sér í lagi njósnir á vegum Rússa en er ku hafa aukið njósnir sínar í Evrópu. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks skrifaði færslu á Facebook þar sem hann segist gruna Bandaríkjamenn um njósnir.

„Ábending til Ríkislögreglustjóra: Ég hef rökstuddan grun um að erlendir njósnarar séu með aðstöðu að Engjateigi 7, 105 Reykjavík. PM fyrir frekari upplýsingar,“ skrifaði Kristinn en sendiráð Bandaríkjanna er staðsett á heimilisfanginu.

Færslan vakti mikla athygli og tjáðu sig nokkrir í athugasemdum, þar á meðal Stefán Pálsson, bjórsérfræðingur, spurningahöfundur og margt fleira. „Hugmyndir ríkislögreglustjóra um njósnastarfsemi virðast fengnar úr Spy vs. Spy myndasögunum. Mér er stórlega til efs að heppilegustu njósnararnir séu útlendingar með sólgleraugu í rykfrökkum, jafnvel á diplómatapassa. Ætli það sé ekki mun heppilegra að fá Íslendinga í djobbið, hvort heldur sem er gegn greiðslu eða í sjálfboðavinnu eins og þegar BNA fékk Styrmi Gunnarsson til liðs við sig?“

Þessari athugasemd svaraði Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður en honum þótti Stefán ósanngjarn. „Þetta er nú ekki alveg sanngjarnt. Það er greinilega verið að kanna hvort hér séu svokallaðir „illegals“ (útsendarar undir fölsku flaggi) sem er allt annað en „legals“ (sendiráðsstarfsmenn) eða innlendir upplýsingagjafar af hvaða tagi sem er. Það getur vel verið að lögreglan sé mjög hlægileg, en það er samt ekkert óeðlilegt við að þessi hugmynd vakni. Ég efast um að Bandaríkjamenn við Engjateig þurfi nokkuð á illegals að halda (þeirra menn í sendiráðinu afla eflaust auðveldlega allra upplýsinga sem þeir hafa áhuga á, með hjálp íslenskra „vina“) en það væri beinlínis óeðlilegt af Rússum að hugleiða ekki að senda hingað illegals til að afla upplýsinga sem legals eiga ekki hægt með. Við erum þrátt fyrir allt NATO-ríki með aðgang að alls konar upplýsingum sem Rússum þættu hnýsilegar, sér í lagi á stríðstímum. Sjálfsagt af Rússum að stunda hér njósnir og líka sjálfsagt fyrir yfirvöld hér að reyna að átta sig á því.“

Elías nokkur benti Stefáni Pálssyni á eitt: „hér er líka iðkuð umfangsmikil undirróðurstarfsemi á vegum Rússa.“

- Auglýsing -

Þegar einn aðili spurði Kristinn hvort hann vilji ekki láta taka sig alvarlega sem blaðamann svaraði Kristinn í nokkuð löngu máli. „Það er almennt gert ráð fyrir því að í utanríkisþjónustu allra helstu ríkja sem eru með aðstöðu erlendis, séu einstaklingar sem stunda upplýsingasöfnun sem kalla má njósnir. Hvað varðar það ríki sem nú er með aðstöðu í því heimilisfangi sem ég birti, höfum við birt trúnaðarskjöl sem staðfesta slíka upplýsingasöfnun. Ég geri fastlega ráð fyrir því að sami háttur sé hafður á hjá öðrum erindrekum erlendra ríkja. Það er svo þitt val hvort þú tekur því alvarlega eða ekki. Persónulega missi ég ekki svefn yfir því og legg hófsamt mat á fréttagildi svefnleysis Ríkislögreglustjórans.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -