Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Segja sálfræðiþjónustu ekki eiga að vera lúxus sem aðeins ákveðinn hópur getur nýtt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sálfræðingafélag Íslands hefur skrifað opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þar sem skorað er á ráðherra að setja í forgang að sálfræðiþjónusta verði gerð að almennum réttindum. Félagið segir að það sé þjóðinni hagkvæmt að fjárfesta í geðheilbrigði.

Í bréfinu segir að ljóst sé að áhrif COVID-19 á lýðheilsu og geðheilbrigði landsmanna verði mikil. Í bréfinu segir að langt og strangt uppbyggingarferli sé fram undan hvað geðheilbrigði varðar vegna faraldursins.

„Aðgengi að sálfræðiþjónustu er því miður enn of takmarkað og fólk sem glímir við geðrænan vanda þarf oft að bíða of lengi eftir þjónustu og standa sjálf straum af miklum kostnaði,“ segir meðal annars í bréfinu.

Þar segir einnig að það séu gleðitíðindi að fjölgað verði stöðugildum sálfræðinga á fyrstu línu stofnunum eins og á Heilsugæslunni. „Þrátt fyrir að það sé skref í rétta átt óttumst við að það eitt og sér dugi ekki til.“

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um breytingar á lögum um Sjúkratryggingar. Markmið frumvarpsins er að tryggja að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga og þannig veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta. Sálfræðingafélag Íslands hefur sent inn umsögn um frumvarpið mælt með því að það verði samþykkt.

„Tryggjum öllum, óháð efnahag, aðgengi að viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu.“

„Sálfræðingafélag Íslands skorar á alla þingmenn og heilbrigðisráðherra að setja afgreiðslu málsins í forgang,“ segir í bréfinu.

- Auglýsing -

Sálfræðingafélag Íslands segir að geðheilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera lúxus sem aðeins efnaðir geti nýtt sér. „Tryggjum öllum, óháð efnahag, aðgengi að viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Það eru almenn réttindi og ættu ekki að teljast til forréttinda. Fjárfesting í mannauði og geðheilbrigði er þjóðinni hagkvæm þegar litið er til lengri tíma,“ segir einnig.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -