2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Seinni hluti júní klár hjá Icelandair

„Við erum búin að setja upp ákveðnar áherslur í sumar varðandi áfangastaði og tíðni frá og með 15. júní, þó með þeim fyrirvara að landamæri þessara landa hafi verið opnuð á þeim tíma,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.

„Þau flug sem eftir standa eru enn til skoðunar þar sem óvissan er enn mikil og við viljum geta nýtt tækifærin ef eftirspurnin býður uppá það.“

Flugáætlun Icelandair í Evrópu fyrir tímabili 15. júní til 1. júlí liggur fyrir og verða flogin 82 flug til 11 borga í álfunni. Flesta þeirra verða til Kaupmannahafnar en einnig verða flug til annarra höfuðborga norðurlandanna. Þá verður flogið til þýsku borganna Berlín, Munchen og Frankfurt ásamt flugum til Amsterdam, Lundúna og Parísar.

Ásdís Ýr bendir einnig á að félagið fljúgi tvisvar sinnum í viku til Boston en önnur flug til Bandaríkjanna liggja ekki fyrir enda ennþá ferðatakmarkanir sem þangað gilda. „Danmörk og Þýskaland hafa nú þegar staðfest opnun. Þá höfum við tekið nokkra áfangastaði út úr upprunalegu sumaráætluninni okkar og aflýst þeim flugum. Þau flug sem eftir standa eru enn til skoðunar þar sem óvissan er enn mikil og við viljum geta nýtt tækifærin ef eftirspurnin býður uppá það. Við uppfærum því flugáætlunina okkar viku fram í tímann og birtum á heimasíðunni okkar. En vonandi fer ferðaáhuginn stigvaxandi – við erum tilbúin að bregðast hratt við,“ segir Ásdís Ýr.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair

Flugáætlun Icelandair 15. júní til 1. júlí
Kaupmannahöfn 18 flug
Osló 8 flug
Berlín 6 flug
Frankfurt 6 flug
Munchen 6 flug
Amsterdam 8 flug
París 8 flug
London 4 flug
Stokkhólmur 6 flug
Helsinki 6 flug
Zurich 6 flug

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum