Þriðjudagur 16. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Selfyssingar í sjokki er hestur var skotinn með ör: „Hvað er að ske á þessu skeri?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hvað er bara í gangi? Er fólk gjörsamlega gengið af göflunum??, spyr Helga nokkur, íbúi á Selfossi, í heitri umræðu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Þar var tilkynnt fyrir helgi að hestur hafi verið skotinn með ör „í beitarstykkið“ nálægt Selfossi.

Í kjölfarið gerði lögreglan húsleit ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra. Grunaður einstaklingur var handtekinn í aðgerðinn og lagt hald á boga, örvar og nokkurn fjölda eggvopna. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rannsókn málsins miði vel.

Á síðu lögreglunnar á Suðurlandi var þessi mynd sett inn í spjalli íbúanna.

„Hvað er að ske á þessu skeri?,“ spyr Auður og er henni greinilega mjög brugðið, líkt og flestir þeir íbúar sem tjá sig undir tilkynningu lögreglunnar á Facebook. „Frábært þið náði óþverrann. Vonar elsku hesturinn jafna sig alveg,“ segir Rebekka.

Írisi er líka umhugað um dýrið. „Hvernig líður hrossinu ? Ömurlegt mál!,“ segir hún. Og Adam vill aðgerðir hið fyrsta. „Taka þennan ræfil og skjóta hann í rassgatið með sömu ör!!, segir Adam.

Sunna nokkur óttast um hesta sína eftir þetta. „Frábært ađ þetta ómenni náđist, vonandi nær hrossiđ sér og ekki bara líkamlega heldur andlega lìka, hann verđi ekki hræddur viđ manninn eftir þennan hrylling. Mađur verđur bara hræddur um hrossin sín í nágrenninu viđ ađ heyra þetta,“ segir hún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -