Miðvikudagur 27. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Séra Pálmi var rekinn úr ræktinni: Presturinn sem sparkaði í „gáleysi“ rass þjálfarans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 2011 var Séra Pálma Matthíassyni sóknarpresti gert að láta af íþróttaiðkun í líkamsræktatstöðinni Hreyfingu eftir óásættanlega framkomu í garð konu sem var íþróttakennari á stöðinni.

Atvikið átti sér stað í svokölluðum „Body Combat“ tíma sem byggir á spörkum og kýlingum án snertingar, konan kenndi í þessum tímum á stöðinni. Pálmi sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að í hléi á milli laga hafi hann sparkað í gáleysi út í loftið. „Ég gætti ekki nægilega að umhverfi mínu, og hitti með ristinni á utan- og ofanverðan afturhluta kennarans. Þetta var algjört óviljaverk og enginn ásetningur til staðar. Að sjálfsögðu bað ég hlutaðeigandi strax velvirðingar og afsökunar og tíminn hélt áfram. Enginn frá Hreyfingu hefur rætt við mig vegna þessa og þykir mér það heldur nöturlegt eftir að hafa verið samfellt í 23 ár í viðskiptum hjá þessari líkamsræktarstöð og forverum hennar.“

Grímur Sæmundsen, þáverandi stjórnarformaður Hreyfingar og Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri, sendu frá sér yfirlýsingu sem sagði m.a: „Ekki var verið að iðka sparkæfingar í hóptímanum þegar viðskiptavinurinn sparkaði í rass starfsmannsins sem var að leiðbeina í tímanum.“

„Viðskiptavinurinn sem um ræðir baðst ekki afsökunar á framferði sínu.“

„Yfirlýsing viðskiptavinarins í fjölmiðlum er ekki í nokkru samræmi við upplifun viðkomandi starfsmanns, vitna eða annarra starfsmanna heilsuræktarstöðvarinnar.“

„Ákvörðun um lokun aðgangskortsins var tekin að vel athuguðu máli. Til grundvallar ákvörðuninni lá ennfremur fyrri samskiptasaga viðskiptavinarins gagnvart þessum starfsmanni heilsuræktarstöðvarinnar.“

- Auglýsing -

Pálmi tjáði sig aldrei meira um málið og hélt áfram störfum sem sóknarprestur fram til ársins 2021 þar sem hann er sagður hafa „eignast heiðurssess í hjörtum sóknar sinnar“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -