Laugardagur 30. september, 2023
9.1 C
Reykjavik

Sérsveitin handtók mann vopnaðan byssu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mikið að gera í nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan þurfti að sinna mörgum mismunandi útköllum í nótt samkvæmt tilkynningu lögreglu. Hafði lögreglan afskipti af nokkrum ökumönnum sem voru undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Tilkynnt var um ölvaðan, ósjálfbjarga mann innandyra. Lögreglumenn könnuðust við hann vegna fyrri afskipta og var honum ekið í Gistiskýlið þar sem starfsmenn skýlisins tóku við honum.

Tilkynnt var um mjög ölvaðan einstakling sem lá á gólfinu, talaði samhengislaust og gat ekki staðið á fætur. Illmögulegt reyndist að koma manninum heim til sín sökum ástands hans og stærðar. Hann var því vistaður í klefa þangað til runnið yrði af honum.

Lögregla sá aðila í tökum dyravarða við eftirlit framhjá skemmtistað. Aðilinn verulega ölvaður þar sem hann var fluttur á lögreglustöð til viðræðna. Aðilanum var gefið tækifæri til þess að vera frjáls ferða sinna ef hann hætti að angra annað fólk. Önnur tilkynning barst þá skömmu síðar vegna sama aðila í miðborginni. Aðilinn var þá handtekinn og vistaður í klefa.

Þá þurfti lögreglan að taka hníf af ungmenni sem var að skemmta sér á útihátíðinni á Túninu heima í Mosfellsbæ. Einnig tók lögreglan hníf af manni í miðbænum en hann hafði ekki ógnað fólki með hnífnum þó að hann hafi sýnt ógnandi hegðun.

- Auglýsing -

Sérsveitin var kölluð út og handtók mann með byssu. Þegar byssan var skoðun reyndist hún vera loftbyssa og nákvæm eftirlíking af skammbyssu og er málið í rannsókn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -