Miðvikudagur 27. september, 2023
9.1 C
Reykjavik

Setu- og lásalaus klósett á Hlemmi Mathöll: „Það lágu sprautunálar útum allt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Salernisaðstaðan á Hlemmi Mathöll virðist vera mjög léleg ef marka má þráð á Matartips.

Facebook-hópurinn Matartips er hópur ætlaður öllu sem tengist mat og veitingastöðum landsins. Oft má finna líflegar umræður um hina og þessa veitingastaði. Það var einmitt þar sem Fabrikku-málið svokallaða kom fyrst upp. Mest öll umræða á svæðinu er jákvæð og ýmsa fróðleiksmola má finna. Stundum er hins vegar bent á hluti sem mættu fara betur. Þann 6. ágúst setti nafnlaus einstaklingur inn færslu þar sem viðkomandi greindi frá því að salernisaðstaðan á Hlemmi Mathöll væri í ólagi, svo vægt sé til orða tekið.

Samkvæmt þessari færslu þá eru fjórir básar á kvennaklósettinu. Einn þeirra er ekki með lás og hinir virðast ekki í notkun. Á karlaklósettinu eru tveir básir og á þá báða vantar hurð og setur á klósettin. Viðkomandi segir að best sé fyrir fólk að mæta með bleyjur ætli það sér að borða á Hlemmi Mathöll.

Eitt svarið við þessari færslu nefnir að sprautunálar hafi verið svæðinu þegar viðkomandi fór þangað síðast.

„Það lágu sprautunálar útum allt kvennaklósett þegar ég kom þarna í vikunni“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -