Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

SÍ segir Willum Þór ábyrgan fyrir sjúkrahótelum: „Hlýtur að vera alltaf í skoðun, eðlilega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjúkratryggingar Íslands bjóða ekki upp á eiginleg sjúkrahótel á Akureyri fyrir fólk sem þarf á heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar. segir ábyrgðina liggja hjá heilbrigðisráðherra.

Mannlíf hefur í tvígang sagt frá austfirskum konum sem þurfa að eiga barn á sjúkrahúsinu á Akureyri en fá ekki gistingu á þeim gististöðum sem sjúkrahúsið auglýsir sem sjúkrahótel. Eigandi Hótel Akureyri segir hótelið ekki sjúkrahótel, þrátt fyrir að auglýsa sig sem slíkt og segir rammasamningur sem hótelið hafi gert við Sjúkratryggingar Íslands, kveði ekki á um að þau þurfi að halda eftir herbergjum fyrir viðskiptavini SÍ, það sé háð bókunarstöðu hverju sinni.

Sjá einnig: Rannveig á að eiga á Akureyri í sumar en fær ekki inn á sjúkrahótelum: „Ég er svo reið og sár“

Blaðamaður Mannlífs heyrði í Sjúkratryggingum Íslands og fékk að tala við Ingibjörgu. „Það er alveg rétt, það er ekki sjúkrahótel á Akureyri,“ svaraði hún aðspurð hvort þetta stæðist.
En stendur til að bæta úr því?
„Nú er það ráðherra sem tekur ákvörðun hverju sinni, hvaða þjónustu á að veita en við höfum ekki fengið sérstaka beiðni um það. En þetta hlýtur að vera alltaf í skoðun, eðlilega.“

Ingibjörg segir að SÍ hafi ekki borist neinar kvartanir vegna skorts á sjúkrahótelum á Akureyri. „Þetta er alveg rétt, það er ekki sjúkrahótel á Akureyr en hinsvegar erum við með rammasamning þannig að við niðurgreiðum fyrir þá sem eru í þessari ferð og fá gistingu ef það er laust pláss. Það skiptir miklu máli að reyna að tryggja sér gistingu með góðum fyrirvara þegar það eru svona margir ferðamenn á landinu.“

Ingibjörg benti einnig á að SÍ bjóði upp á þjónustu ljósmæðra um allt land þó það eigi ekki við í þessum tilfellum sem um ræðir enda konurnar sem eiga von á sér í áhættuhópi og þurfa því á þjónustu að halda á Akureyri.

- Auglýsing -

Mannlíf hefur sent fyrirspurn um sjúkrahússleysið á Akureyri á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og mun fjalla um svörin sem fást.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -