Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Siðmennt úthlutar úr COVID-19 góðgerðasjóði: Andrými, Píeta og Kvennaathvarfið fá styrki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórn Siðmenntar auglýsti eftir ábendingum um verðug félög eða verkefni sem ættu þátt í að koma til móts við þær áskoranir sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér, en hann hefur haft margvísleg áhrif á samfélagið; bæði félagsleg og efnahagsleg. Þó vel hafi gengið að ráða niðurlögum faraldursins munu afleiðingarnar vara lengur og sumar þeirra jafnvel verða til frambúðar.

Ákveðið var að verja fjármunum sem annars hefðu farið í alþjóðastarf en styrktarfé sjóðsins var alls ein milljón króna. Fjölmargar góðar ábendingar um verðug verkefni bárust, en stjórn valdi úr innsendum tillögum.

Andrými, PIETA-samtökin og Samtök um kvennaathvarf hlutu úthlutun úr sjóðnum sem er tímabundinn vegna COVID-faraldursins

Heimilisofbeldi eykst

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur aukning orðið í heimilisofbeldi í skugga faraldursins. Samtök um kvennaathvarf veita þolendum heimilisofbeldis skjól og ráðgjöf og hljóta samtökin 400.000 kr. úr góðgerðasjóði Siðmenntar.

Viðbragð gegn vanlíðan

- Auglýsing -

Ástand, eins og það sem hefur ríkt hér í vor, eykur félagslega einangrun og vanlíðan fólks. Píeta samtökin eru til staðar fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum, ásamt því að sinna forvörnum og styðja við aðstandendur. Samtökin hljóta 400.000 kr. úr góðgerðasjóði Siðmenntar.

Rými fyrir jaðarsett fólk

Andrými er róttækt félagsrými sem hefur það hlutverk að útvega aðstöðu fyrir grasrótarhópa og einstaklinga til að hittast, ásamt því að vera griðastaður fyrir jaðarhópa. Skipuleggjendur rýmisins hafa hugað að jaðarsettum einstaklingum á meðan faraldurinn hefur geisað, meðal annars með því að skipuleggja ókeypis matarmarkað, standa fyrir bókaútláni með heimsendingu og standsetja notuð hjól sem síðar voru afhent gegn frjálsum framlögum, enda samgöngur takmarkaðar í samkomubanni. Andrými hlýtur 200.000 kr. styrk úr góðgerðasjóði Siðmenntar.

- Auglýsing -

Haft hefur verið samband við styrkþega og styrkirnir hafa verið afhentir.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -