Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Sigga Dögg brotnaði saman eftir Kastljós: „Ég hef aldrei lent í því að það sé talað svona til mín“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hef aldrei lent í því að það sé talað svona til mín og við mig,“ sagði kynfræðingurinn Sigga Dögg í beinu streymi á Instagram-síðu sinni í gærkvöldi eftir Kastljósþátt kvöldsins. Sigga Dögg var gestur þar ásamt Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, kynjafræðingi.

Í þættinum tókust þær á um kynfræðslu Siggu Daggar fyrir unglinga. Tilefnið var grein sem Hanna Björg skrifaði ásamt Maríu Hjálmtýsdóttur þar sem þær gagnrýndu fræðslu Siggu Daggar harðlega og sögðu hana normalísera ofbeldishegðun með því að ræða við unglinga um blæti í kynlífi á borð við kyrkingartök sem eðlilegan hlut.

Hanna Björg og Sigga Dögg í Kastljósi. Mynd/skjáskot RÚV.

Fjallar um það sem unglingarnir biðja um

Í Kastljósi svaraði Sigga Dögg gagnrýni Hönnu Bjargar og sagðist ekki kenna kyrkingar í kynfræðslu.

„Þegar þetta kemur upp og við erum að tala um samþykki og hvernig á að tala um samþykki og hvernig á að tala um mörk, þá gef ég stundum nokkra valkosti eða ég tek það sem þau biðja að fjallað sé um. Þannig að það er enginn að kenna kyrkingar. Þetta er umræða um þetta samþykki og mörk, hvernig við setjum það, hvernig við virðum það, hvernig erum við ólík í kynlífi og ég átta mig alveg á fjölbreytileika hópsins – enda er ég búin að vinna við þetta í 12 ár um allt land,“ sagði Sigga Dögg.

 

- Auglýsing -

Sigga Dögg útskýrði aðdraganda þess að hún hafi rætt mál eins og þessi við unglinga í fræðslu sinni: „Þetta er eitthvað sem ég hef talað örsjaldan um í örfáum kennslustundum af því þetta var svo stórt í dægurmálum á tímabili og þá fannst mér ég verða að stíga inn í þetta, af því það voru allir til dæmis að raula lag þar sem fjallað var um þetta. Og svo kemur TikTok og þar er alls konar umræða sem maður þarf að taka og grípa.“

 

Sagði Siggu Dögg á klámvæðingarlínunni

- Auglýsing -

Hanna Björg lagði hart að Siggu Dögg: „Við vitum auðvitað báðar hver hugmyndafræðin þín er. Þú ert einhvern veginn á klámvæðingarlínunni.“

„Vitum við það? Nei, þú veist það. Ekki ég. Ég er ekki á þeirri línu,“ svaraði Sigga Dögg.

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir. Mynd/skjáskot RÚV.

Leið illa eftir þáttinn

Eftir Kastljósþáttinn sendi Sigga Dögg út beint streymi af Instagram-síðu sinni þar sem hún var klökk og að eigin sögn miður sín eftir þáttinn og framkomu Hönnu Bjargar. Hún þakkaði fylgjendum sínum fyrir falleg skilaboð.

„Ég set hundrað prósent hjarta í allt sem ég geri og ég veit að þið vitið það. Þið eruð að skrifa svo ótrúlega margt fallegt. Ég fer ekki að gráta auðveldlega. Ég geri þetta ekki – ég fer ekki að gráta í kameru. En ég er bara búin að vera lesa yfir nokkur hundruð skilaboð og ég finn svo mikið hvað það er geðveikt dýrmætt að fá að vera með ykkur og fá að svara ykkur. Ég veit hvar potturinn er brotinn og ég veit hvar er hægt að gera betur og ég verð að fá að vera hluti af því, því ég veit hvað þetta skiptir miklu máli og ég veit hvað það er vont að líða illa með hvernig kynvera maður er og skammast sín.“

 

Sigga Dögg hélt áfram: „Ég get bara ekki farið út í daginn og vitað að einhver annar burðist með svoleiðis. Það er bara ekki í boði. Það bara má ekki. Nú erum við bara komin á þann stað í samfélaginu að við getum talað saman og við megum tala saman.

Erum við ekki öll að reyna að vinna að bættu og betra samfélagi? Erum við ekki öll að reyna að vinna að því að fræða og mæta öllum bara með kærleika og þekkingu? Ég er þar og ég vil styðja við alla sem eru líka þar, því ég held að við séum öll í sama bátnum hérna; við erum öll bara mannleg og erum öll bara að reyna að finna ástina. Til okkar sjálfra og mögulega til annarra.“

Sigga Dögg lýsti tilfinningum sínum eftir Kastljósþáttinn og felldi tár í streyminu; augljóslega mikið niðri fyrir. „Mér leið ógeðslega illa eftir þetta Kastljósviðtal. Mér fannst eins og það hefði bara verið komið illa fram við mig og talað illa við mig og til mín. Mér fannst það skrýtið, því ég reyni að gera þetta ekki við annað fólk.

Ég er ótrúlega þakklát fyrir traustið sem þið sýnið mér og tækifærið sem þið gefið mér. Ég veit að það er ekkert sjálfsagt; ég veit að ég er á tímum þar sem skoðanir eru mjög skiptar. Það er auðvelt að tjá sig og það er auðvelt að taka fólk bara niður og út og misskilningur verður til. Hlutir eru teknir úr samhengi.“

Hún segir Ísland standa framarlega í þessum málum í samanburði við aðrar þjóðir.

„Alltaf þegar ég er á ráðstefnum úti um allan heim, þá er sama hvar ég tala, ég er alltaf: Nei þið skiljið ekki hvað við getum gert hérna á Íslandi og hvert samtalið má fara og hvað við leyfum hérna.

Fólkið í heiminum á bara ekki til orð um það hvað við getum gert hérna.

Ég er ekki að fara neitt. Ég er alltaf bara hér og þetta er mitt lífsverkefni; að þjóna. Að vinna við þetta og hjálpa til hérna og passa að fólk viti hver það er sem kynvera og líði vel með sig.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -