Miðvikudagur 7. desember, 2022
-2.2 C
Reykjavik

Sighvatur ver Jón Baldvin: „Hefur það miskunnarleysi, sem þeim er sýnt, valdið mér áhyggjum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þau eru orðin öldruð, hjónin. Eiga sér að baki langan og merkan starfsferil. Hún á sviði menningar og listar. Hann sem foringi íslenskra jafnaðarmanna. Maðurinn, sem gerbreytti íslenska skattkerfinu á nokkrum mánuðum. Úr gömlu og úreltu kerfi söluskatts og eftiráskattgreiðslu tekjuskatta. Í heim virðisaukaskatts og staðgreiðsluskatts . Maðurinn, sem náði í samningum að tryggja landsmönnum mestu efnislegu og réttarfarslegu framfarir, sem orðið hafa í Íslandssögunni.

EES-samninginn. Maðurinn, sem veitti þjáðum Eystrasaltsþjóðum mestan og bestan stuðning allra vestrænna þjóðarleiðtoga.

Stuðning, sem þær hafa heiðrað Ísland og Íslendinga fyrir og nýlega var minnst með heimsókn helstu forystumanna þessara þriggja þjóða hingað til Reykjavíkur, þar sem íslenskum ráðamönnum þótti ekki henta, að maðurinn sjálfur fengi að vera viðstaddur. Þessi aldraði leiðtogi íslenskra jafnaðarmanna.“

Svona byrjar mikill varnarpistill Sighvatar Björgvinssonar, fyrrverandi Alþingismanns til handa Jóni Baldvini Hannibalssyni. Í pistlinum segir hann að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi gert undirbúna atlögu að Jóni Baldvini í byrjun þessa mánaðar.

Vísar Sighvatur þar til færslu Ingibjargar Sólrúnar á Facebook þar sem hún talar um ásakanir á hendur Jóni Baldvini, um meint kynferðisbrot sem bornar hafa verið á hann. Ingibjörg Sólrún líkti þar Jóni við „rán­dýr sem velur bráð sína af kost­gæfni.“ Þá segir hún einnig frá því er hún bað hann að víkja úr heiðurssæti Samfylkingarinnar fyrir þingkosningarnar 2007 en þá hafði hún heyrt af einu af þessum málum.

Hrun Samfylkingarinnar

- Auglýsing -

Segir hann í pistlinum að Ingibjörg Sólrún hafi ekki átt nokkurn þátt í stofnun Samfylkingarinnar og lengi vel hafi hún haldið sér fjarri flokknum.

„Í fyrstu þing­kosningum Sam­fylkingarinnar náði hún 27% at­kvæða. Í næstu kosningum þar á eftir 32% at­kvæða. Í fjöl­miðlunum var þá talað um hina tvo turna í ís­lenskum stjórn­málum, hvar af Sam­fylkingin var annar. Það var við þessar að­stæður, sem manneskja sú, sem kvaddi sér hljóðs á fimmta degi ætt­jarðar­vistar hjónanna gömlu, gaf kost á sér til starfa fyrir Sam­fylkinguna. Svili hennar, sem þá var for­maður flokksins, bauð henni að styðja hana til for­sætis­ráð­herra, næði flokkurinn nægu fylgi með hennar liðsinni. Og þá sló hún til,“ skrifar Sig­hvatur.

Þá segir hinn aldni fyrrum Alþingismaður að tveimur árum seinna hafi Ingibjörg Sólrún ráðist gegn svila sínum og fellt hann frá formennsku í flokknum.

- Auglýsing -

„Settist sjálf í það sæti. Gekk svo til sinna fyrstu þing­kosninga sem flokks­for­maður. Sam­fylkingin fékk þar 16,8% at­kvæða. Hafði sem sé tapað því sem næst helmingi fylgisins frá næstu kosningum þar á undan,“ skrifar Sig­hvatur. Í kjöl­farið hafi Ingi­björg Sólrún á­kveðið að falla frá megin­stefnu jafnaðar­manna og ganga til stuðnings við Sjálf­stæðis­flokkinn í sam­steypu­stjórn undir hans for­ystu og með því fengið utan­ríkis­ráð­herra­stól. Sá hinn sama og Jón Bald­vin hafi sjálfur setið í áður með glæsi­brag. Sú veg­ferð, sem þessi nýi for­maður leiddi, endaði með mesta af­hroði, sem ís­lenskir jafnaðar­menn hafa orðið fyrir í meira en 100 ára sögu sinni.“ Þarna vísar Sighvatur í 5,7 prósenta fylgi sem Samfylkingin hlaut í kosningum það árið.

„Hver einn og einasti fram­bjóðandi flokksins féll í þeim kosningum, sem eftir var þá enn af þeim hópi, sem leiddur var til sam­starfs við Sjálf­stæðis­flokkinn og til eftir­leiksins, sem af því leiddi. Einn fram­bjóðandi náði kjöri, ungur Akur­eyringur sem engu hlut­verki hafði gegnt í veg­ferðinni sem hafin var fyrir til­stilli þess, sem lét sér sæma að lýsa for­vera sínum sem rán­dýri. Rán­dýr, var hann sagður vera,“ skrifar Sig­hvatur, og spyr:

„Hvaða heiti skyldi nafn­gefandinn velja þeirri mann­eskju, sem leiddi flokk sinn til veg­ferðar, sem nánast leiddi til slátrunar flokksins eins og varð um Sam­fylkinguna í kosningunum 2017?“

Ásakanirnar

Sighvatur minnist stuttlega á ásakanirnar á hendur Jóni Baldvini, um kynferðisbrot, í pistli sínum. „Ásakanir um fjölmörg brot, sem mörg eiga að hafa átt sér stað fyrir meira en hálfri öld. Ásakanir, sem aldrei hefur þó verið fylgt eftir með ákærum svo hið íslenska dómskerfi gæti fengið að fjalla þar um og ákveða refsingu fyrir, ef stæðust. Ásakendur hafa þannig tekið að sér bæði ákæruvaldið, dómsvaldið og refsivaldið – sem skal vera að gera þessi öldruðu hjón útlæg úr eigin samfélagi og eigin landi. Nei – afsakið. Ein ákæran hefur verið tekin upp af ákæruvaldinu.

Ákæran um, að sá ákærði hefði strokið um bak kvenmanns við matborðið á heimili hins ákærða. Var ákærði sýknaður í héraði. Handhafi ákæruvaldsins, kona, áfrýjaði sýknudómnum til Landsréttar þar sem dóms er að vænta í nóvember.“

Rósemd elliáranna

Í lokaorðum sínum segist Sighvatur hafa þekkt Jón Baldvin og Bryndísi konu hans í fjöldi ára og aldrei hafa séð neitt athugavert við framkomu þeirra eða atgerfi.

„Það er aldraður maður, sem skrifar þessi orð. Á sinni löngu starfsævi hafði hann mikil samskipti við þau hjón. Átti í harkalegum átökum við þau .

Líka í miklum samskiptum og samvinnu. Hefur deilt með þeim bæði stríðum og stund, jafnt gleðistundum sem erfiðum. Í öllum þeim samskiptum hefi ég aldrei orðið var við eða fengið pata af neinu af því mikla og neikvæða ásökunarefni, sem þeim hjónum er ætlað að bera.

Aldrei! Í friði og rósemd elliáranna, sem ég hef fengið að njóta, hefur það miskunnarleysi, sem þeim er sýnt, valdið mér áhyggjum. Raskað ró minni. Vakið mig til samúðar. Að þurfa að flýja heimili sitt, ættingja, vini sína og vandamenn, sjálfa ættjörðina – vegna grímulausra, stöðugt ítrekaðra og vandlega undirbúinna árása.

Mælist eindregið til þess við þá þjóð, sem við öll tilheyrum, að hún leyfi öldruðu fólki að njóta síðustu hérvistardaga í friðsemd og ró á ættjörðinni sinni, á heimili sínu og með vinum sínum og vandamönnum. Svo fer þeim að ljúka —-þessum skrifum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -