Föstudagur 25. nóvember, 2022
5.1 C
Reykjavik

Sigmundur Davíð vill senda flóttafólkið til Rúanda: „Já, mér finnst þetta koma vel til greina“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins telur að opnun fjöldahjálparstöðvar fyrir flóttafólks hér á landi sé til marks um algjört stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga og það þurfti að stöðva hið fyrsta.

Sigmundur Davíð tekur þar undir málflutning Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns sem vill að Íslendingar taki aftur stjórnina á landamærum landsins og hætti að freista fólks til að koma hingað. Félagsleg að stoðin sé hreinlega orðin svo ríflega og löggjöfin svo vitlaus að of auðvelt sé fyrir ólöglega innflytjendur að koma hingað.

„Við erum búin að margbenda á þetta, ár eftir ár að þróunin hafi verið sú að fjöldinn sem er að koma til Íslands er að aukast gríðarlega miðað við hin Norðurlöndinn. Hann var orðinn sexfaldur fyrir nokkrum árum og er nú líklega orðinn tífaldur,“ segir Sigmundur og heldur áfram:

„Á síðasta þingi tókst ríkisstjórninni loksins að troða í gegn frumvarpi sem merkir Ísland rækilega sem áfangastað fyrir þá sem skipuleggja og selja svona ferðir og það var með því að leiða í lög að fólk fengi sömu þjónustu, sömu greiðslur, sömu réttindi óháð hvernig það kæmi til landsins. Þetta er enn ein auglýsingin um Ísland sem áfangastað og er sannarlega farið að hafa áhrif.“

Sigmundur Davíð vill að Íslendingar farið að ráðum Dana og geri samninga við erlend ríki á borð við Rúanda um móttöku flóttafólks.

- Auglýsing -

Góð lausn væri að fara sömu leið og Danir, til dæmis með samningum við erlend ríki um móttöku flóttafólks.

„Já, mér finnst þetta koma vel til greina og hef svo sem sagt áður að íslensk stjórnvöld eigi að íhuga aðtaka þátt í þessu með Dönum. Rúanda hefur verið nefnt og reyndar fleiri lönd. Óháð því um hvaða land er að ræða held ég að við ættum að skoða að taka þátt í þessu með Dönum. Ég tók eftir því að Rúandamenn voru ósáttir með það þegar var gagnrýnt að senda ætti fólk til Rúanda, eins og það væri hræðilegur staður,“ segir Sigmundur Davíð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -