Sigríður Á. Andersen alþingsmaður gagnrýnir nýtt fyrirkomulag fyrir heimili á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar nýs flokkunarfyrirkomulags á heimilissorpi. Með breytingunni munu heimilin fá úthlutaða sérstaka pappírspoka og plastílát fyrir matarleifar.

Sigríður birtir mynd með færslunni og tístir:
„Hér má sjá götótta körfu og pappapoka sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vilja að fólk hafi inni hjá sér fyrir matarleifar. Eitt af mörgum ílátum.“
Í öðrum þræði bætur hún við: „Og tökum eftir uppgufuninni sem Sorpa gerir haganlega ráð fyrir. Engri lykt sóað í þessu íláti“
Á heimsíðu Sorpu er útskýrt að matarleifum verði í kjölfar tunnuskiptanna safnað í bréfpoka í stað þess að fara með blönduðum úrgangi. Þá segir jafnframt:
„Karfan undir bréfpokana passar auðveldlega í flokkunarhirslur eldhúsinnréttinga.
Pokarnir hafa gefist mjög vel á Norðurlöndunum og skipta lykilmáli til að hægt sé að vinna nothæfa moltu úr matarleifunum með pokunum fá íbúar körfu til að safna matarleifum inn á heimilum. En karfan tryggir að það lofti um pokann sem kemur í veg fyrir mögulegan leka.“
Hér má sjá götótta körfu og pappapoka sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vilja að fólk hafi inni hjá sér fyrir matarleifar. Eitt af mörgum ílátum. pic.twitter.com/ic95jAFTAu
— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) April 22, 2023
Og tökum eftir uppgufuninni sem Sorpa gerir haganlega ráð fyrir. Engri lykt sóað í þessu íláti.
— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) April 22, 2023