Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Mannlífs um Helga Magnús Gunnarsson vara ríkissaksóknara. Eins og frægt er orðið fór ríkissaksóknari fram á það að Helgi Magnús við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra yrði leystur undan störfum undan störfum en var þeirri beiðni hafnað. Taldi Sigríður að ýmis ummæli sem undirmaður hennar hafði látið falla væru ekki í samræmi við starfsskyldur hans en Helgi hafði verið áminntur í starfi. „Í áminningarbréfinu kom m.a. fram að það væri niðurstaða ríkissaksóknara að með tjáningu sinni, ummælum og orðfæri í opinberri umræðu, hafi háttsemi Helga Magnúsar utan starfs hans sem vararíkissaksóknari verið ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans og að sú háttsemi hafi varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt, sbr. 14. og 21. gr. laga nr. 70/1996. Í bréfinu var lögð á það áhersla að vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi og að honum beri því að vera öðrum ákærendum fyrirmynd í allri sinni framgöngu,“ sagði Sigríður við Vísi í júlí en Helgi hefur ekki mætt til vinnu síðan í sumar eftir vinnuframlag hans var afþakkað. „Að mati ríkissaksóknara hefur Helgi Magnús Gunnarsson ekki bætt ráð sitt í kjölfar áminningarinnar. Þvert á móti hefur hann enn og aftur með tjáningu sinni, ummælum og orðfæri í opinberri umræðu, í starfi sínu sem vararíkissaksóknari, sýnt af sér háttsemi sem er ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans,“ hélt Sigríður áfram. Helgi hefur tilkynnt að hann muni snúa aftur til starfa á morgun og hefur Mannlíf ítrekað reynt að fá svör við ýmsum spurningum sem snúa að þeirri endurkomu frá ríkissaksóknara en þeim fyrirspurnum hefur ekki verið svarað.