Fimmtudagur 28. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Sigrún Mía fer í sínu þriðju hjartaðgerð í dag: „Alltaf haft einhvern mega drifkraft“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigrún Mía Kristófersdóttir er tveggja ára baráttukona en hún fæddist með nokkra afar sjaldgæfa hjartagalla. Hún er nú stödd ásamt foreldrum sínum í Svíþjóð þar sem hún mun gangast undir aðgerð í dag.

Mannlíf heyrði í Kristófer Jóni Kristófersson, föður Sigrúnar Míu og spurði hann út í veikindi dóttur hans. „Við búum á Íslandi en þetta er ekki gert heima. Flestar hjartaaðgerðir eru gerðar í Svíþjóð.“ Aðspurður hvort Sigrún Mía hafi verið veik frá fæðingu svaraði Kristófer: „Já og nei. Hún er búin að vera fúnkerandi inni á milli. Hún hefur náð að vera aðeins á leiksskóla, hún er búin að vera núna í um hálft ár á leiksskóla. Þetta hefur verið með svona hæðum og lægðum. Hún grípur allar pestir sem hægt er að grípa og þá þýðir það bara innlagnir inn á Barnaspítala Hringsins.“

Sigrún Mía
Ljósmynd: Aðsend

En hvaða aðgerð er hún að fara í núna? „Þetta heitir TCPC (Total cavopulmonary connection). Hún verður sem sagt bara með einsslegils blóðrás eiginlega, þetta er bakrás í gegnum lungun. Þetta er svona þriggja aðgerða ferli. Hún fór í fyrstu aðgerðina vikugömul, svo fór hún aftur rúmlega hálfs árs. Og er að fara sem sagt núna í seinustu hjartaaðgerðina.“

Þegar þriðju og síðustu aðgerðinni líkur segir Kristófer að Sigrún Mía eigi að vera „fúnkerandi“. „Hún er ekki að fara að verða afreks íþróttamaður en við heyrum að hún verði fúnkerandi en hversu vel eða hversu lengi vitum við ekki.“

En hvernig ber Sigrún litla sig? „Hún ber sig alveg þokkalega en hún er búin að vera mjög þreklaus. En hún er ótrúlega þrjósk og einhvern veginn alltaf haft einhvern mega drifkraft, hún leikur sér og pyntar sig áfram og reynir að halda í við systkini sín og á leikskólanum,“ svaraði Kristófer en Sigrún Mía á tvö systkini, bróður sem er fæddur 2020 og sjö ára bróður.

Sigrún Mía með bróðru sínum. Ljósmynd: Aðsend

Veikindi Sigrúnar Míu hefur sett sitt strik í fjármál fjölskyldunnar en tryggingarnar borga fyrir aðgerðirnar, flug til Svíþjóðar og gistinguna að sögn Kristófers en foreldrarnir hafa misst mikið úr vinnu og eru nú búnir að fullnýta veikindaréttinn. „En við fáum greitt frá Sjúkratryggingum einn og hálfan dagpening. Ég er sem sagt á 80 prósent launum. Svo er maður að borga leigu á Íslandi, þetta er bara galið.“

- Auglýsing -

Þau sem vilja styrkja ungu fjölskylduna geta lagt inn á styrkarreikning hjá þeim:

Reikningsnúmer: 0370-26-014638
Kennitala: 1109962339

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -