Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.5 C
Reykjavik

Sigurður Ingi segir þjóðina glata milljörðum árlega: „Eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þetta eru milljarðar á ári sem glatast vegna þess að kerfið er ekki nægilega gott?

„Já, og það er eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.

Landsvirkjun þarf að skerða afhendingu á raforku til stórnotenda vegna raforkuskorts og annmarka á flutningsgetu.
„Það þarf að spýta í lófana og klára þetta og þar er það kannski helst okkar innlendu opinberu ferli sem eru að tefja okkur,“ sagði Sverrir Jan Norðfjörð framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets í kvöldfréttum sjónvarps RÚV í gær.
Sverrir Jan segir að kerfið ráði varla við núverandi eftirspurn og það ylli því að yfir tveir milljarðar glötuðust á hverju ári. Uppbygging nýrrar byggðalínu hefði gengið hægar en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Sigurður Ingi segir óviðunandi að milljarðar króna glatist á hverju ári þar sem flutningskerfi raforku sé ekki nægilega öflugt. Hann telur mikilvægt að einfalda þá ferla sem gilda um lagningu raforkulína.

Sigurður Ingi segir að stjórnvöld séu þegar með áætlanir um að bregðast við þessum vanda.

„Annars vegar með því sem við erum að skrifa í stjórnarsáttmálann að búa til þá ferla að framkalla val á virkjunarkostum sem er þá hægt að fara. Svo var hér frumvarp á þinginu síðastliðið vor sem kláraðist því miður ekki sem á að hjálpa til við línulagnir þar sem þær fara í gegnum fleiri en eitt sveitarfélag og ágreiningur er um, og það er frumvarp sem þarf að komast inn í þingið sem fyrst aftur,“ segir Sigurður Ingi.

Hann segir slæmt að raforkukerfið geti ekki annað eftirspurn.

„En síðan er þriðji valkosturinn að gera allt sem við mögulega getum til þess að nýta raforkuna betur, það er að segja sóa henni ekki,“ segir Sigurður.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -