Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Sigurður Kári fordæmir mannréttindabrot á Gaza: „Það stríð sem þú nefnir er hörmulegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurður Kári Kristjánsson fordæmir mannréttindabrot sem framin hafa verið á Gaza.

Nýskipaður formaður Mannréttindastofnunar Íslands og fyrrverandi kjörræðismaður Ísraels segir stríðið á Gaza hörmulegt og fordæmir mannréttindabrotin sem þar eru framin.

Mannlíf hafði samband við Sigurð Kára Kristjánsson, sem fyrir tveimur mánuðum lét af störfum sem kjörræðismaður Ísraels eftir tveggja ára vinnu, tók í gær við sem formaður Mannréttindastofnunar Íslands. Fjölmiðillinn spurði Sigurð Kára út í persónulegar skoðanir sínar um það sem er í gangi á Gazaströnd Palestínu og þá staðreynd að Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að sterkar vísbendingar séu um að Ísraelar séu að stunda þjóðarmorð á Palestínumönnum. Þá hefur Alþjóðaglæpadómstóllinn einnig sagt í bráðabirgðaniðurstöðum sínum að vísbendingar séu um þjóðarmorð á Gaza. Ennfremur var Sigurður Kári spurður hvort hann myndi beita sér fyrir því að Mannréttindastofnun Íslands hvetji til, stuðli að og taki þátt í rannsóknum, fræðslu og opinberri umræðu um mannréttindi Gazabúa, en þá er verið að vitna í 2.gr. lið f í lögum um hlutverk Mannréttindastofnunar Íslands.

Í skriflegu svari Sigurðar Kára bendir hann á að stjórn stofnunarinnar hafi verið kjörin í gær og að stjórnin hafi ekki komið saman síða þá. Nefnir hann nokkur atriði sem stjórn stofnunarinnar er gert að einblína á:

„Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands var kjörin á Alþingi í gær.

Eðli málsins samkvæmt hefur stjórnin ekki komið saman síðan þá og stjórnarmenn raunar ekki enn fengið skipunarbréf í hendur frá Alþingi, eftir því sem ég best veit.  Skipan stjórnarinnar er einungis fyrsta skrefið af mörgum sem þarf að stíga við að koma þessari stofnun á fót, en meðal þeirra er að ráða framkvæmdastjóra og skipa ráðgjafanefnd hagsmunaaðila, sbr. 4. og 6. gr. laga um Mannréttindastofnun Íslands nr. 88/2024.

- Auglýsing -

Af því leiðir að stjórnin á eftir að koma saman til þess að fara yfir þau verkefni sem stofnuninni er ætlað að fjalla um lögum samkvæmt og móta starfsemi hennar.  Samkvæmt 1. gr. laga um hana er meginhlutverk hennar „að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum“.  Hlutverk hennar er síðan nánar skilgreint og afmarkað í 2. gr. laganna.  Þá er sérstök áhersla í 9. gr. á réttindi og réttarstöðu fatlaðs fólks.

Þetta eru verkefnin sem Alþingi fól okkur. Yfir þau þurfum við að fara og ræða á vettvangi stjórnarinnar og munum gera það þar.“

Sigurður Kári svaraði að lokum um sína persónulegu skoðun á því sem gengur á fyrir botni Miðjarðarhafs, á Gaza en hann sagðist fordæma öll mannréttindabrot:

- Auglýsing -

„Að því sögðu, og með vísan til þeirra spurninga sem þú spyrð mig, þá er ég þeirrar skoðunar að það stríð sem þú nefnir sé hörmulegt, eins og öll önnur stríð, og ég fordæmi eins og aðrir öll mannréttindabrot.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -