Fimmtudagur 5. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Sigurður Örn er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurður Örn Brynjólfsson, grafískur hönnuður, er látinn, en hann var 77 ára gamall. Mbl.is greindi frá andláti Sigurðar en hann lést í Eistlandi.

Sigurður fæddist árið 1947 í Reykjavík og voru foreldrar hans Helga Sigurðardóttir og Brynjólfur Ingólfsson. Sigurður var mikill listamaður og fór í listaskóla á Ísland og erlendis en hann var þekktur undir nafninu SÖB.

Hann starfaði sem grafískur hönnuður á mörgum íslenskum auglýsingastofum en varð síðar sjálfstæður listamaður og kenndi meðal annars grafíska hönnun við Mynd­lista- og handíðaskól­ann og þótti einn besti grafíski hönnuður landsins til lengri tíma. Á tíunda áratug síðustu aldar flutti Sigurður til Eistlands og vann þar að teiknimyndum og myndasögum en hann kom að gerð hátt í 100 teiknimynda. Hann birti meðal annars myndasögur í DV og Fréttablaðinu á sínum tíma og hélt listasýningar á Íslandi og út um allan heim.

Sigurður lætur eftir sig eiginkonu, fjögur börn og fjögur barnabörn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -