Miðvikudagur 7. júní, 2023
7.8 C
Reykjavik

Sigurður ósáttur við mismunum eldri borgara: „Verið er að plokka af þeim hverja einustu krónu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sigurður Þórisson er 69 ára ellilífeyrisþegi. Hann er ósáttur við mismunun eldri borgara, afsláttur og önnur fríðindi taki mið af því hvort fólk sé meðlimir í Félagi eldri borgara. „Þetta félag eldri borgara er stjórnað af alþingismönnum og broddborgurum, hefur verið í gegnum tíðina, frá því að þetta var stofnað. Venjulegt fólk kemst ekki að þarna í stjórn.“ Í stjórn og formennsku félagsins hafa margir háttsettir meðlimir samfélagsins setið.

Sigurður segir margt sem félagið hefur upp á að bjóða vera kostnaðarsamt fyrir meðlimi. „Þeir standa fyrir byggingum á húsnæði, voðalegt vesen í kringum þetta. Það hafa verið ferðalög sem eru miklu dýrari en þau á venjulegri ferðaskrifstofu. Þetta er rosalega dýrt félag að vera í, það er verið að kroppa af ellilaununum hjá fólkinu.“

Þónokkur fyrirtæki bjóða upp á afslátt og fríðindi fyrir eldri borgara. Sigurður segir að í mörgum tilfellum þurfi að sýna skirteini Félags eldri borgara til að fá fríðindin, ekki sé nóg að vera ellilífeyrisþegi. „Fólk sem búið er að vinna alla sína ævi og borga sína skatta og skyldur vil ég að fái að njóta elliáranna í friði án þess að verið sé að plokka af þeim hverja einustu krónu. Þetta er réttlætiskennd mín sem mér var kennd sem krakki. „

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -