Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Sigurður stal mjaðmabeini úr uppgreftri í Frakklandi: „Átti til að gefa fólki snafs úr beininu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurður Ingólfsson, doktor í frönskum bókmenntum, guðfræðingur og ljóðskáld, rifjar upp sína fyrstu reynslu af fornleifauppgreftri í færslu á Facebook.

Sigurður Ingólfsson er fyndinn maður.

Árið 1978, er Sigurður var barn á árum fékk hann, ásamt bróður sínum Benedikti, að fylgjast með uppgreftri við Þelamerkuskóla í Hörgárdal. Móðurbróðir þeirra, Halldór Sigurðsson ætlaði sér að byggja hús við skólann en þegar byrjað var að grafa grunninn fóru mannabein að birtast upp úr moldinni. Kom í ljós að þar var að finna kirkjugarð frá fyrri tímum og var hætt við allar framkvæmdir. Þá minnist Sigurður einnig á það er hann starfaði sem leiðsögumaður við uppgröftinn á Skriðuklaustri í Fljótsdal upp úr aldamótum og er hann stal mjaðmabeini úr uppgröfti í Frakklandi, á leið af öldurhúsi. Færsluna má lesa hér að neðan:

„Mín fyrsta reynsla af fornleifauppgreftri var þegar móðurbróðir minn Halldór Sigurðsson ætlaði að byggja sér hús við Þelamerkuskóla í Hörgárdal. Hann hafði þegar pungað út allnokkrum fjármunum og byrjað var að grafa grunn þegar mannabein fóru að birtast upp úr moldinni. Þar kom í ljós kirkjugarður frá fyrri tímum og öllum húsbyggingarframkvæmdum var hætt. Við Benni bróðir og Halli frændi fengum að fylgjast með uppgreftrinum um stund. Þar lærði ég hvernig hægt væri að kyngreina höfuðkúpur eftir því hvernig miðsnesið lá. Þetta var auðvitað gríðarlega spennandi, að fá að handfjatla höfuðkúpur löngu liðins fólks. Engan prakkaraskap sýndi ég af mér í það skiptið, held ég. Því var aðeins öðruvísi farið þegar ég fékk að taka þátt í uppgreftri ágústínusarklaustursins í Fjótsdal sem Steinunn Kristjánsdóttir stýrði. Þar var ég líka einhverskonar leiðsögumaður. Eitt sinn kom hópur barna að skoða í fylgd með kennara sínum. Nokkrir krakkar spurðu mig hvort við værum með hauskúpur. Ég játti því og fór með hópinn að „Blue Café“ sem var kaffiskúrinn okkar, tók þar kúpu úr kassa og leyfði börnunum að snerta hana og skiptast á um að halda á henni. Eftir stutta stund sagði ég þeim að ef þau skoðuðu vel beinskemmdirnar þá gætu þeu séð að þessi manneskja hefði dáið ýr sýfilis. Kúpunni var í snarhasti skilað og með nokkrum óhug. Það þótti mér voðalega fyndið. En aftur að móðurbróður mínum kærum þá skilst mér að hann hafi setið uppi með heilmikið tap sem engu tryggingarfélagi eða ríkinu fannst vert að borga. Í hvorugum uppgreftrinum stal ég mannabeini en það gerði ég í Frakklandi, þegar ég hirti mjaðmarbein úr uppgreftri um miðja nótt á heimleið af öldurhúsi. Seinna meir átti ég til að gefa fólki snafs úr beininu við ágætar undirtektir en stundum hugsa ég til þess að manneskjan sem átti þetta bein haltri ekki illa í himnaríki.“

Höfuðkúpur úr kirkjugarðinum. Ljósmynd: Facebook
Bræðurnir virða fyrir sér höfuðkúpu.
Ljósmynd: Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -