Mánudagur 22. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Simbi varð tannlaus vegna neyslu – sneri við blaðinu og fékk nýtt bros: „Beinin höfðu eyðst mikið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér er brot úr viðtali við Sigmund Geir Helgason sem birtist í nýjasta tölublaði Mannlífs en Sigmundur, eða Simbi eins og hann er kallaður, missti allar tennurnar vegna fíkniefnaneyslu og ákvað að snúa við blaðinu.

Athugið að myndir sem fylgja greininni eru ekki fyrir viðkvæma.

 

Simbi ákvað að freista gæfunnar í þárið 2019, þegar hann var búinn að vera edrú í um það bil tvö ár. Hann hélt af stað til Búdapest og fór á tannlæknastofuna. Þar spurði hann til að byrja með hvort eitthvað væri hægt að gera við gervigómana hans, til þess að gera þá betri.

„Þá fer tannlæknirinn bara að smíða góma. Hún smíðaði góm, og annan, og annan góm, þangað til ég var sáttur. Það sást mikið í tennurnar og brosið, og þeir héldust mikið betur. Það var einfaldlega einhvern veginn allt annað í boði. Síðan fljótlega eftir að ég fékk gómana, í apríl 2019, fórum við að skoða hvort það væri hægt að gera eitthvað meira fyrir mig.“

Í ljós kom, eftir töluverðar skoðanir, að hugsanlega væri hægt að hjálpa Simba enn frekar.

- Auglýsing -

„Fyrst kom smá panikk, því það voru eiginlega engin bein til staðar. Beinin höfðu eyðst svo mikið. Þau vissu fyrst ekki hvort það væri hægt að gera eitthvað fyrir mig. Það var búið að tala um það eitthvað hér heima, þetta með beinin, og ég var eiginlega byrjaður að fá svona svipuð svör hérna. Þau sögðust samt ekki ætla að segja alveg nei. Svo héldu þau áfram að leita að lausn. Sendu þetta eitthvert áfram og síðan fundu þau lausnina. Það var beinígræðsla sem ég þurfti að fara í. Þar var tekið bein úr mjöðminni á mér og grætt upp í mig. Ég byrjaði í þessu ferli í september árið 2019.

Skurðurinn á mjöðm Simba.

Sú aðgerð gekk vel. Það var svæfing og svoleiðis – þetta er kannski svolítið extreme – þetta er alls ekki svona hjá öllum. Síðan þurfti ég bara að jafna mig eftir aðgerðina.“

Simbi á spítalanum, þar sem hann gekkst undir beinígræðsluna.

Simbi gekkst í raun undir þrjár aðgerðir í heildina. Sú fyrsta var þegar hann fékk implönt í neðri góm, í lok september fór hann síðan í beinígræðslu sem var gerð í efri gómi.

- Auglýsing -
Hér er Simbi ansi bólginn eftir beinígræðsluna.
Eftir beinígræðsluna á spítalanum.

Lítið bein var til staðar í neðri gómi, en þrátt fyrir það náðist að koma implöntum fyrir þar. Það kallast „all-on-four“ og var hugsað sem tímabundin lausn.

Úr ferlinu

Meðan á þessu öllu stóð var Simbi tannlaus í sex mánuði í efri gómi. Í lok febrúar árið 2020 voru loks sett implönt í efri góm.

Þarna er Simbi alveg tannlaus.

„Svo taka aðrir þrír mánuðir við þar sem þetta er látið jafna sig. Svo fæ ég skrúfað upp.“

Hér er verið að setja implöntin í efri góm, með sérstökum stýrigóm. Þörf var á slíkum gómi í tilfelli Simba vegna þess hve lítið bein var til staðar.

 

Eftir að Simbi fékk implöntin, á meðan þau voru enn að gróa, gat hann ekki verið verið með góm öðruvísi en fræst væri framan af gómnum. Gómurinn var einungis útlitslegur og ekki með sitt venjulega notagildi. Til þess að geta verið með hann þurfti að setja mikið af gómalími og ýmislegt óhentugt sem fylgdi.

„Þetta var smá bras, en þetta er allt þess virði á endanum. Jólin síðustu voru fyrstu jólin í langan tíma sem ég borðað allt. Við grilluðum nautakjöt þrisvar, fjórum sinnum sko – þetta voru geggjuð jól.“

 

Hér má lesa sögu Simba í heild sinni. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -