Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Sindri Þór sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur – Ingó veðurguð áfrýjar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Sindra Þór Sigríðarson í meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar.

Stefndi Ingólfur Sindra fyrir meiðyrða vegna fimm ummæla hans í athugasemdakerfum á vefmiðlum sem og á samfélagsmiðlum. Voru ummælin látin falla sumarið 2021 eftir að ásakanir á hendur Ingólfi birtust á samfélagsmiðlum.

Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs segir í samtali við Rúv að niðurstaðan komi sér á óvart og að henni verði áfrýjað. Var málskostnaður felldur niður en dómurinn hefur enn ekki verið birtust á vef héraðsdóms.

Krafðist söngvarinn að fimm ummæli Sindra yrðu dæmd dauð og ómerk en þau beindust að meintum kynferðisbrotum Ingólfs. Þvertók Ingólfur fyrir að hafa brotið af sér kynferðislega og að hafa haft kynferðismök við táninga, er aðalmeðferð málsins hófst um síðustu mánaðarmót. Sagðist hann hafa orðið fyrir gríðarlegum áhrifum vegna nafnlausra frásagna og ekki síst vegna ummæla Sindra. Í kjölfarið hafi fjölmargir afbókað hann á skemmtanir og aukreitis hafi fáir bókað hann frá því að málið kom upp, af ótta við að verða fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum.

Rök Sindra Þórs fyrir dóminum voru þau að ummæli hans hefðu ekki í öllum tilfellum beinst að Ingólfi með beinum hætt heldur hafi þau verið gagnrýni á þá „meinsemd” í íslensku samfélagi og það réttarfar að fullorðnir karlmenn geti sængað hjá börnum á aldrinum 15-17 án nokkurrar refsingar.

Fram kom í málflutningi lögmanns Sindra að ummælin séu partur af þýðingamikilli samfélagslegri umræðu um kynferðisbrot, valdníðslu og þöggunarmenningu. Krafa sé gerð til manna sem eigi sér langa sögu af ólíðandi kynferðislegri hegðun, að þeir stígi til hliðar.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -