Miðvikudagur 7. júní, 2023
7.8 C
Reykjavik

Sjáðu myndirnar frá Eskifirði þar sem bílar eru á kafi í snjó: „Við komumst ekki lengra út í bili“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Snjóflóð féll í Neskaupstað í nótt en verið er að rýma tugi húsa á svæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, sagði í samtali við RÚV í morgun að snjóflóðið hafi ekki verið þykkt en ljóst er að það hafi fallið á miklum hraða. „Við virðumst hafa sloppið vel, sem betur fer,“ sagði Víðir en aðstæður á svæðinu eru erfiðar. Snjóflóðahætta er á öllu Austurlandi en auk þess er verið að rýma á Seyðisfirði. Mannlífi bárust myndir frá Eskifirði þar sem má sjá fannfergjuna.
„Við komumst  ekki lengra út í bili, en förum þegar það er búið að moka aðeins,“ segir Hrefna Sigríður Reynisdóttir, íbúi á Eskifirði. „Það er allt lokað, sýslumaður, skólinn, heilsugæslan – Sú sem er með búðina er að vinna í að moka sig út.“
Fólk vinnur hörðum höndum við að moka snjóinn
Hér má sjá glitta í bíl
Gönguleið að húsi Hrefnu
Tveir bílar við húsið hafa snjóað í kaf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -