Föstudagur 31. mars, 2023
8.8 C
Reykjavik

Sjónvarpsviðtal á Akureyri varð skyndilega pínlega persónulegt – Trúnaðarsamtal sýnt fyrir mistök

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Birna Pétursdóttir lenti í pínlegu atviki er hún var í viðtali í Kvöldspjallinu hjá Rakel Hinriksdóttur á sjónvarpsstöðinni N4 í gær. Persónulegt spjall viðmælandans og stjórnandans fór í loftið án þess að þær vissu. Viðtalið gekk framan af snurðulaust en svo kom babb í bátinn.

Í hléi hélt úsendingin áfram þar sem kveikt var á upptöku. Samtalið var trúnaðarsamtal um persónuleg mál Birnu en fyrir mistök var enn kveikt á upptöku. Viðtalið sýnt án þess að trúnaðarsamtalið væri klippt út. „Þetta eru bara mannleg mistök,“ segir Birna í svari til Mannlífs. Þátturinn var tekinn úr sýningu í morgun og verður væntanlega endurbirtur þegar klippt hefur verið úr honum.

„Ég ætla ekki að erfa þetta við neinn en finnst þetta auðvitað leitt og vona að N4 vandi betur til verka í framtíðinni því svona á ekki að gerast,“ segir Birna.

Birna, sem var valin leikkona ársins í aukahlutverki á Grímunni árið 2021, hefur getið sér afar gott orð á leiksviði Leikfélags Akureyrar en í vetur er hún með sýningu í Þjóðleikhúskjallaranum í haust en gamanleikritið, Fullorðin samdi hún ásamt Árna Beinteini og Vilhjálmi Bragasyni.

 

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -