Miðvikudagur 24. maí, 2023
7.1 C
Reykjavik

Sjúkraflutningamaður kallar eftir afglæpavæðingu: „Þeir hefðu getað veitt skyndihjálp“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fíkn og vímuefnaneysla hafa verið ríkjandi málefni í samfélagsumræðu síðustu daga. Aukning á dauðsföllum af völdum ópíóíða vekur ótta og þjóðin krefst á breytinga. Páley Borgþórsdóttir formaður lögreglustjórafélags Íslands sagðist ekki styðja afglæpavæðingu neysluskammta í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hún segir jafnframt að neysla fíkniefna muni aukast ef neysluskammtar yrðu gerðir refsilausir. Ekki eru allir sammála Páley en sjúkraflutningamaðurinn Áslaug Birna birti færslu á Twitter reikningi sínum þar sem hún segir afglæpavæðingu geta útrýmt ótta þeirra sem neyta fíkniefnar við að hringja eftir aðstoð. 

Afglæpavæðing vímuefna verður til þess að fólk hættir að hræðast að hringja eftir aðstoð. Ég hef sjálf farið í útkall á (sjúkrabíl) þar sem einstaklingur ofskammtaði, félagar hans hringdu í 112 og flúðu svo burt. Þeir hefðu getað veitt skyndihjálp. Útrýmum þessari hræðslu. Einstaklingurinn lifði, vinir hans björguðu lífi hans með því að hringja í 112. En það munu ekki allir vera svo heppnir. Fólk MUN deyja ef við breytum þessu ekki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -